Það voru varnarmenn sem röðuðu sér upp í þrjú efstu sætin í kosningu á leikmanni mánaðarins. Ekki skrýtið þar sem varnarleikur liðsins hefur verið töluvert betri en sóknarleikur liðsins það sem af er móti. Það var svo Chris ‘Mike’ Smalling sem stóð uppi sem sigurvegari í kosningunni og hefur því verðskuldað verið krýndur sem leikmaður ágústmánaðar að mati lesenda Rauðu djöflanna!
Leikmaður mánaðarins
Hver er leikmaður ágústmánaðar?
Við á ritstjórn Rauðu djöflanna höfum ákveðið að endurvekja þennan gamla lið á síðunni. Leikmaður mánaðarins var í fríi á síðasta tímabili en hefur ákveðið að snúa aftur.
Ritstjórn hefur tilnefnt fjóra leikmenn sem hafa staðið uppúr að okkar mati.
Varnarmennirnir Matteo Darmian, Luke Shaw og Chris Smalling hafa staðið sig frábærlega hingað til og verið mjög traustir. Svo hafa þeir Shaw og Darmian verið duglegir að sækja upp kantana.
Leikmaður nóvembermánaðar.
Þrátt fyrir harða samkeppni frá Phil Jones náði Wayne Rooney að tryggja sér titilinn ‘Leikmaður nóvembermánaðar’ hjá lesendum bloggsins með 84% atkvæða. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem lesendur velja hann sem leikmann mánaðarins.
[poll id=11]
Leikmaður nóvembermánaðar
Í nóvember lék United eftirfarandi leiki:
Fulham 1:3 Manchester United (Valencia, Van Persie, Rooney)
Real Sociedad 0:0 Manchester United
Manchester United 1:0 Arsenal (Van Persie)
Cardiff 2:2 Manchester United
Bayer Leverkusen 0:5 Manchester United (Valencia, sjm, Evans, Smalling, Nani)
Veljum svo þann besta í þessum leikjum:
[poll id=“11″]
Wayne Rooney er leikmaður októbermánaðar (Opin umræða)
Við áttum alltaf eftir að tilkynna úrslitin í kosningunni á leikmanni októbermánaðar. Úrslitin eru eins tæp og þau geta orðið en Wayne Rooney stóp uppi sem sigurvegari með aðeins einu atkvæði meira en ungstirnið Adnan Januzaj. Rooney var einnig leikmaður septembermánaðar og stefnir hraðbyri á að vera leikmaður nóvembermánaðar enda búinn að vera besti leikmaðurinn í liðinu í nóvember. Til hamingju með þennan stóra titil, Wayne!