Það var hörku spennandi kosning hér á síðunni um leikmann janúarmánaðar en það fór á svo á endanum að Michael Carrick var kosinn bestur með 33% atkvæða, 2% meira en Patrice Evra sem kom næstur í valinu. Robin Var Persie var svo þriðji með 19% atkvæða.
Eins og venjulega spilaði Carrick næstum því allar mínúturnar í deildinni í janúar en var hvíldur í bikarleikjunum gegn West Ham. Hann hefur stjórnað miðjuspilinu eins og herforingi undanfarið og fyrir utan eina slæma sendingu aftur á De Gea í leiknum gegn Southampton (sem reyndist sem betur fer ekki of dýrtkeypt) þá steig hann ekki feilspor. Hans besti leikur var líklega gegn sínum gömlu félögum í Tottenham en því miður fell sú frammistaða í skuggann á jöfnunarmarki Tottenham í lok leiksins. Eftir slæma byrjun í haust hefur vörn United verið að spila betur og betur og má að einhverju leiti þakka yfirvegun Carricks aftast á miðjunni um það.