Manchester United hefur staðfest kaup á Ángel di María fyrir 59,7 milljónir punda. Ofan á það munu síðan bætast aukagreiðslur tengdar árangri félagsins. Samningur hans er til fimm ára.
Þetta er hæsta verð sem enskt lið hefur greitt fyrir leikmann og á United því þetta met í fyrsta skipti í 14 ár, frá því Rio Ferdinand var keyptur. Þar áður höfðu kaup á Juan Sebastían Verón, Andy Cole, Roy Keane og Bryan Robson slegið met. United er því loksins farið að eyða peningunum sem félagið aflar og það svo um munar.