Þegar allir blaðamenn á helstu blöðunum í Englandi koma með nákvæmlega sömu frétt á sama tíma er ljóst að eitthvað er að fara að gerast. Við sáum þetta gerast þegar David Moyes var rekinn og við sáum þetta gerast þegar Louis van Gaal var ráðinn. Við sáum þetta líka í gær þegar Twitter fylltist skyndilega af tístum frá þessum blaðamönnum um að United væri við það að kaupa Ander Herrera, 24 ára gamlan miðvallarleikmann Athletic Bilbao.
Félagaskipti
Nemanja Vidić fer frá United í sumar
Í tilkynningu á vef Manchester United segir Nemanja Vidić að hann ætli sér að leita á nýjar slóðir þegar samningur hans rennur út í sumar. Hann hyggst ekki reyna fyrir sér hjá öðru liði í Englandi og þvi má ætla að orðrómurinn i vikunni um að hann sé á leið til Inter sé réttur.
Vidić hefur verið 8 ár hjá United og unnið fimm titla auk Meistaradeildarinnar að sjálfsögðu og er fyrirliði liðsins. Síðustu þrjú árin hafa hins vegar meiðsli hrjáð hann verulega og hann ekki leikið nema innan við helming leikja liðsins. Eins og Rio Ferdinand og Patrice Evra, hverra samningar renna líka út í sumar, hefur Vidić ekki verið boðinn nýr samningur og því kemur þetta ekki á óvart. Búast má við að hinir tveir fylgi í kjölfar Vidić.
Glugginn lokar!
Þetta hefur nú þegar verið betri gluggi en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona enda nældum við okkur í besta leikmann Chelsea síðustu tveggja tímabila í stærstu kaupum gluggans til þessa þegar Juan Mata gekk til liðs við félagið fyrir metfé. Við reiknum ekkert sérstaklega með að fleiri leikmenn bættist við en verðum á vaktinni og reynum að greina frá því helsta sem gerist.
Juan Mata er leikmaður Manchester United *staðfest*
Juan Mata er búinn að skrifa undir. Vikan var löng, en þetta er staðfest! Verðið: 37,1m punda
Manchester United hefur náð samkomulagi um kaup á Juan Mata.
Það er orðið opinbert, Manchester United og Chelsea hafa komið sér saman um kaup United á Juan Mata. Kaupverð talið vera 37 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu Manchester United. Mata á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samning. Læknisskoðanir hjá United eru algjört formsatriði enda komust bæði Owen Hargreaves og Michael Owen í gegnum slíkar. Þá hefur verið ljóst síðan í gær að samkomulag um kaup og kjör liggur. Þetta er því nær allt saman klappað og klárt, annað tímabilið í röð kaupir United gríðarlega sterka leikmenn frá fjendum sínum úr höfuðborginni.