Olympique Lyonnaise staðfesti nú áðan að Rafael da Silva hefði skrifað undir fjögurra ára samning við félagið og United fylgdi um síðir á eftir
https://twitter.com/ManUtd/status/628293756928815104
Þannig lýkur átta ára sögu Rafael hjá United. Hann og Fabio tvíburabróðir hans komu til United sumarið 2008 þegar þeir voru átján ára, en höfðu skrifað undir samninga árið áður. Fyrsta árið hjá United gekk vel en meiðsli settu síðan strik í reikninginn og Rafael vann sér ekki fast sæti í liðinu fyrr en á meistaraárinu 2012-13. Það ár lék hann 28 leiki í deild og skoraði þrjú mörk, þar af tvö sérlega glæsileg gegn Liverpool og gegn QPR