Tilkynnt var í síðustu viku að David de Gea væri einn af þeim sex leikmönnum sem hefðu mannað efstu sætin í kjöri PFA-samtakanna á leikmanni ársins. Það vill einnig svo skemmtilega til að þessi samtök, Professional Footballers’ Associaton, virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann verði 25 ára á árinu og því var hann jafnframt með efstu mönnum í kjöri á unga leikmanni ársins. Með honum á lista eru mjög frambærilegir leikmenn en ef David de Gea vinnur ekki þessa nafnbót fyrir þetta tímabil er það ljóst að markmaður mun aldrei hljóta þann heiður að vera valinn leikmaður ársins af jafningjum sínum
Leikmenn
Fyrirliðinn Wayne Rooney
Eins og margir vita þá er undirritaður ekki stærsti aðdáandi Wayne Rooney, á sínum tíma var ég í fremsta vagni á Rooney-lestinni en færðist svo hægt og rólega aftar og stökk hreinlega frá borði á sínum tíma. En sem stendur er Rooney svo sannarlega að vinna sig upp í áliti. Það er einfaldlega ekki hægt að skafa af því, þegar Wayne Rooney spilar sem fremsti maður hjá Manchester United þá gengur liðinu betur.
Landsleikir
Það eru landsleikir á fullu og því er hálfgerð gúrkutíð hvað varðar Manchester United. Björn Friðgeir fór yfir helsta slúðrið á föstudaginn og sú umræða er í fullu gildi ennþá.
Leikmenn United hafa verið hér og þar með landsliðum sínum og hér er stutt yfirferð yfir hvað menn hafa verið að brasa:
Radamel Falcao bar fyrirliðabandið þegar Kólumbía kafsigldi Bahrein 6-0. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Kólumbíu-menn spiluðu einnig gegn Kúveit á mánudag. Falcao reimaði á sig markaskónna á nýjan leik og skoraði á eins öruggan hátt og hægt er af vítapunktinum. Falcao er þar með búinn að jafna markamet Arnoldo Iguarán. 25 stykki.
Landsleikir? Nei, stóra slúðurfærslan.
Við verðum flest ef ekki öll ekki að hugsa um United milli þrjú og fimm í dag, en þangað til er ágætt að taka smá snúning á United.
Ef einhverjum datt í hug að silly season myndi ekki byrja fyrr en nær drægi sumri þá er það alger misskilningur. Slúðurmaskínur eru komnar í fjórða gír og United er orðað við nýja, eða sömu leikmennina í hverri viku. Samt er það svo að fleiri og fleiri eru að komast á þá skoðun að stór hluti leikmannakaupa sumarsins séu ef ekki frágengin, þá a.m.k. langt komin
Jonny Evans í 6 leikja bann
Jonny Evans hefur verið fundinn sekur um að hafa hrækt á/að Papiss Cisse í leiknum gegn Newcastle á miðvikudaginn. Hann fær 6 leikja bann sem er það viðmið sem FA setur við slíku broti. Athygli vekur að refsingin hefur tvöfaldast frá því á síðasta tímabili en þá fékk George Boyd þriggja leikja bann fyrir að hrækja á Joe Hart. Jonny Evans neitaði sök í yfirlýsingu í fyrrdag og lét m.a. eftirfarandi orð falla: