Welcome 𝗵𝗼𝗺𝗲, @Cristiano 🔴#MUFC | #Ronaldo
— Manchester United (@ManUtd) August 27, 2021
Leikmenn
Raphaël Varane verður leikmaður Manchester United
Þegar Raphaël Varane verður búinn að gangast undir læknisskoððun verður hann staðfestur sem leikmaður Manchester United
𝗕𝗼𝗻𝘀𝗼𝗶𝗿, 𝗥𝗲𝗱𝘀 👋
We have agreed a deal in principle for the transfer of @RaphaelVarane to United! 🔴⚪️⚫️#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) July 27, 2021
Raphaël Varane á leiðinni
Slúðrið hefur verið að gírast upp um helgina og nú undir kvöldið voru allir helstu af traustari slúðurpésunum komnir með þetta, og alvöru miðlar fylgdu. Raphaël Varane er á leiðinni.
Þið sögðuð okkur að slaka á með að skrifa staðfestingargreinina og við bíðum skyrtutístsins, sem gæti tafist eitthvað enda þarf að fylgja sóttkvíarmálum, en þangað til hlökkum við bara til að sjá einn af bestu miðvörðum síðustu 10 ára í treyjunni.
Jadon Sancho er leikmaður Manchester United *staðfest og naglfast*
Þetta er það sem við vorum að bíða eftir!
Farið svo og hlustið á Djöflavarpið frá í gær
Við kynnum Facundo Pellistri til leiks
Á síðustu dögum félagaskiptagluggans var Manchester United orðað við hina og þessa leikmenn. Hægagangur í eltingarleiknum við Jaden Sancho þýddi að United var farið að skoða „plan b“ ef að enski kantmaðurinn kæmi ekki til liðsins. Á lokadeginum var fókuserað á fjóra leikmenn sem gætu leyst þessa stöðu eða amk veitt Mason Greenwood smá samkeppni og auka breiddina, bókstaflega. Ousmane Dembelé, Ismaïla Sarr voru stærstu nöfnin en þær viðræður fóru um þúfur sökum þess að United vildi bara fá þá lánaða en Barcelona og Watford vildu selja eða amk setja inn ákvæði um kaupskyldu. Á sama tíma var verið að ganga frá kaupum á tveimur efnilegum kantmönnum Amad Diallo og Facundo Pellistri leikmönnum Atalanta og Peñarol.