Ég ætlaði mér að skrifa annan pistil í kvöld, ég er búinn að vera að skrifa svar við bréfinu sem við fengum frá Barða Páli Júlíussyni. Það snéri að stöðu Manchester United í dag og skoðun Barða á því en eftir að hafa fylgst með Meistaradeildinni í kvöld þá komu upp allar þessar tilfinningar – þessi söknuður – allar minningarnar. Auk þess að sakna Meistaradeildarinnar gífurlega, þó aðallega útsláttarkeppninnar, þá var það einn tiltekinn leikmaður sem orsakaði þessa nostalgíu tilfinningu. Þeir sem þekkja mig vita ef til vill hvaða leikmann ég er að tala um, fyrir þá sem vita það ekki þá er ég að tala um Guðinn; Dimitar Berbatov.
Leikmenn
Stóra Falcao málið – Ný sýn
Ef einhver segist hafa séð fyrsta áreiðanlega slúðrið um að Radamel Falcao væri hugsanlega á leið til United og samt ekki orði spenntur, þá hlýt ég að ásaka viðkomandi um ýkjur, skreytni eða hreint út sagt lýgi.
Það eru engar ýkjur að segja að fram að meiðslunum í janúar á síðasta ári var Falcao í mörg ár einn mesti og besti markaskorari í Evrópu og hvaða lið sem er hefði viljað fá hann. Og hann kom til United. Það hefði verið eitthvað skrýtið að verða ekki glaður yfir því.
Lokadagur félagaskiptagluggans
00:02 Darren Fletcher er orðinn leikmaður West Bromwich Albion. Við þökkum honum samfylgdina og búumst allt eins við að sjá hann síðar meir sem þjálfara hjá United.
23:57 UNITED FÆR ANDY KELLETT AÐ LÁNI FRÁ BOLTON WANDERERS. Jahér. Kellett er 21 ára varnarmaður sem búinn er að vera að spila sem lánsmaður fyrir Plymouth Argyle í D-deildinni í vetur. Ef einhver heldur að við séum að redda okkur hægri bakverði þá er það misskilningur. Kellett er nefnilega vinstri bakvörður. Kellett er án efa hugsaður fyrir U21 liðið sem er nú reyndar orðið mjög þunnskipað eftir öll útlánin
Victor Valdes og aðrar vangaveltur *uppfært*
Glugginn hefur verið opinn í tæplega viku og United virðist vera að ganga frá sínum fyrstu kaupum. Allir þessir helstu blaðamenn birtu tíst og greinar í dag um að hann hefði samþykkt 18 mánaða samningstilboð frá félaginu. Hann verður því hjá félaginu út næsta tímabil, hið minnsta. Opinber staðfesting er ekki komin en það er líklega bara formsatriði.
*Uppfært 8.jan*
Maðurinn á milli stanganna
Í gær birtum við grein um manninn á bakvið tjöldin enda ekki skrýtið, endurkoma Michael Carrick í byrjunarliðið hefur skilað liðinu 18 stigum af 18 stigum mögulegum. Gríðarlega mikilvægur leikmaður sem virðist loksins vera að fá þá ást sem hann á skilið.
David de Gea hefur ekki verið síðri á þessu tímabili og tryggt okkur ófá stigin á þessu tímabili. Hann hefur átt sína gagnrýnendur en virðist loksins vera að sigrast á þeim enda er erfitt að gagnrýna kappann eins og hann er að spila í dag. Hjörvar Hafliðason hefur verið helsti gagnrýnandi hans hér á Íslandi en í Messunni í gær hrósaði hann honum duglega og keypti sér í leiðinni miða um borð í David de Gea vagninn.