Til að byrja með vill ég benda öllum á að lesa leikskýrsluna hér að neðan eftir frækinn sigur liðsins gegn Liverpool í gær. Einnig vill ég taka fram að þessi grein var í raun rituð fyrir Liverpool leikinn en uppfærð með smá tölfræði úr honum. En að greininni sjálfri … :
Tímabilið 2005/2006 lenti Manchester United í 2.sæti í ensku Úrvalsdeildinni. Heilum átta stigum á eftir Chelsea. Liðið datt út gegn Liverpool í 5. umferð FA bikarsins og mistókst að komast upp úr vægast sagt auðveldum riðli í Meistaradeild Evrópu. Liðið vann vissulega Deildarbikarinn en fyrir titla þyrsta stuðnigsmenn liðsins var það ekki nóg. Flestir reiknuðu með að Sir Alex Ferguson myndi rífa upp veskið enda Chelsea vægast sagt óárennilegir á þessum tíma. Ferguson, ekki í fyrsta skipti, kom öllum á óvart. Hann keypti einn leikmann sumarið 2006 (kannski var hann upptekinn að horfa á HM?). Ég endurtek, EINN. Sá leikmaður var ekki Pirlo, ekki Gattuso, ekki Seedorf, ekki Gerrard, ekki van Bommel. Þessi leikmaður sat sem fastast á bekknum hjá Englendingum yfir sumarið.