Ansi viðburðarríkum rússíbanaglugga er lokið og því er tilvalið að kíkja aðeins á þá leikmenn sem gengu til liðs við Manchester United.
Leikmenn
Hverjir komu og fóru?
Inn:
Vanja Milinković | Vojvodina | kaupverð ekki gefið upp |
Ander Herrera | Athletic Bilbao | £29.000.000 |
Luke Shaw | Southampton | £27.000.000 |
Marcos Rojo | Sporting Lissabon | £16.000.000 |
Ángel Di María | Real Madrid | £59.700.000 |
Daley Blind | Ajax Amsterdam | £14.300.000 |
Radamel Falcao | AS Monaco | á láni (með fyrsta kauprétt) |
Út
Federico Macheda | Cardiff City | frjáls sala |
Alexander Büttner | Dynamo Moskva | £4.400.000 |
Jack Barmby | Leicester City | frjáls sala |
Rio Ferdinand | Queens Park Rangers | frjáls sala |
Nemanja Vidic | Internazionale | frjáls sala |
Ryan Giggs | hættur | |
Louis Rowley | Leicester City | frjáls sala |
Sam Byrne | Everton | frjáls sala |
Patrice Evra | Juventus | £1.500.000 |
Bebé | SL Benfica | £2.400.000 |
Shinji Kagawa | Borussia Dortmund | £6.300.000 |
Nani | Sporting Lissabon | Lán |
Javier Hernández | Real Madrid | Lána (með fyrsta kauprétt) |
Wilfried Zaha | Crystal Palace | Lán |
Ángelo Henriquez | Dinamo Zagreb | Lán |
Tom Lawrence | Leicester City | £1.000.000 |
Nick Powell | Leicester City | Lán |
Michael Keane | Burnley | Lán |
Guillermo Varela | Real Madrid Castilla | Lán |
Tom Cleverley | Aston Villa | Lán (með fyrsta kauprétt) |
Danny Welbeck | Arsenal | £16.000.000 |
Lokadagur félagaskiptagluggans
2. september Tom Cleverley er farinn til Aston Villa á láni. Villa hefur möguleika á að kaupa hann á 7,5 milljón punda.
Daley Blind til Manchester United (staðfest)
Manchester United hefur staðfest að félagið hefur náð samkomulagi um kaup á Daley Blind með fyrir vara um samkomulag við leikmanninn og læknisskoðun
BREAKING: #mufc has reached agreement with Ajax to sign Daley Blind, subject to a medical and personal terms. pic.twitter.com/2l1l7I2Aow
— Manchester United (@ManUtd) August 30, 2014
De Telegraaf í Hollandi birti frétt nú í morgunsárið um að Ajax og Manchester United hafi náð samkomulagi um kaup á Daley Blind. Kaupverðið sé 18 milljónir evra eða rúmlega 14 milljónir punda og einhverjar milljónir evra í hugsanlega bónusa.
Ángel di María – dýrasti leikmaður í Englandi (staðfest)
Manchester United hefur staðfest kaup á Ángel di María fyrir 59,7 milljónir punda. Ofan á það munu síðan bætast aukagreiðslur tengdar árangri félagsins. Samningur hans er til fimm ára.
Þetta er hæsta verð sem enskt lið hefur greitt fyrir leikmann og á United því þetta met í fyrsta skipti í 14 ár, frá því Rio Ferdinand var keyptur. Þar áður höfðu kaup á Juan Sebastían Verón, Andy Cole, Roy Keane og Bryan Robson slegið met. United er því loksins farið að eyða peningunum sem félagið aflar og það svo um munar.