Minni fólk á upphitun fyrir Sunderland-leikinn á morgun.
Nú rétt fyrir fréttir á þessu ágæta laugardagskvöldi varpaði spænski blaðamaðurinn Guillem Balague fram sprengju á Twitter:
Tryggvi Páll skrifaði þann | 18 ummæli
Minni fólk á upphitun fyrir Sunderland-leikinn á morgun.
Nú rétt fyrir fréttir á þessu ágæta laugardagskvöldi varpaði spænski blaðamaðurinn Guillem Balague fram sprengju á Twitter:
Magnús Þór skrifaði þann | 13 ummæli
Í gær tilkynnti Sporting að argentínski landsliðsmaðurinn Marcos Rojo sé að ganga til liðs við Manchester United. Skömmu seinna barst staðfesting þess efnis frá Manchester United.
Tryggvi Páll skrifaði þann | 16 ummæli
Tökum smá skurk í fréttum og slúðri varðandi United.
Í gær staðfesti Arsene Wenger að United væri eitt af þeim liðum sem hefði boðið í Thomas Vermaelen, í gærkvöldi komu svo fregnir af því að Barcelona hefði tryggt sér kaupin á honum vegna þess að Wenger vildi ekki selja til liðs í sömu deild. Gott fyrir Arsenal að Wenger virðist vera búinn að læra sína lexíu. Í dag kom þó staðfesting á því að Arsenal hefði viljað fá leikmann í skiptum frá United fyrir Vermaelen. Engin staðfest nöfn en menn telja að Wenger hafi annaðhvort viljað fá Smalling eða Jones. Auðvitað gat United ekki samþykkt það enda allur tilgangurinn með kaupunum á Vermaelen að auka breiddina í vörn United. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 2 ummæli
Smám saman er gamli tíminn að líða undir lok og sá nýi að ganga í garð. Eftir að Rio og Vidic hurfu á brott var Patrice Evra sá eini sem var eftir af gamla varnarmúrnum. Það hefur hinsvegar verið ljóst í nokkurn tíma að Patrice Evra væri á leið frá félaginu. Frúin vildi í burt frá Manchester, Evra sá fram á að vera varaskeifa og langaði að auki að enda ferilinn þar sem hann hófst, á Ítalíu. Við hefðum viljað sjá hann miðla Luke Shaw af reynslu sinni, ekki síst fyrst Rio og Nemanja eru báðir á braut. Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 9 ummæli
Það er 2. september 2013. Síðasti dagur félagsskipta fyrir sumargluggan 2013 er að klárast. Við stuðningsmenn Manchester United erum búnir að bíða allt sumarið eftir (staðfest) merkinu á Ronaldo, Bale, Fabregas, Thiago. Við erum orðin það örvæntingarfull að við vonum innilega að United nái að klára kaupin á Fellaini fyrir miðnætti. Allt í einu koma fregnir að United sé að bjóða í Ander Herrera, ungan spænskan miðjumann Athletic Bilbao. Skyndilega er komin smá spenna í þetta. Eftir að hafa ekki keypt miðjumann frá árinu 2007 erum við kannski að fara að fá tvo miðjumenn. Á SAMA DEGINUM. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!