Slúður helgarinnar snýst allt um einn mann, Wayne Rooney. Í gærkvöld var þvi haldið fram að hann væri búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United, en í dag virðist ljóst að þó samkomuleg sé í öllum meginatriðum í höfn sé ekki enn búið að setja nöfnin undir. Lykiltölurnar í samningnum eru tvær. Samningurinn er til fimm og hálfs árs, eða til sumars 2019. Laun Rooney á þessum fimm árum munu verða 300 þúsund pund á viku. Þessi laun mynd tryggja hann í sessi sem launahæsta leikmann ensku deildarinnar
Leikmenn
Nemanja Vidić fer frá United í sumar
Í tilkynningu á vef Manchester United segir Nemanja Vidić að hann ætli sér að leita á nýjar slóðir þegar samningur hans rennur út í sumar. Hann hyggst ekki reyna fyrir sér hjá öðru liði í Englandi og þvi má ætla að orðrómurinn i vikunni um að hann sé á leið til Inter sé réttur.
Vidić hefur verið 8 ár hjá United og unnið fimm titla auk Meistaradeildarinnar að sjálfsögðu og er fyrirliði liðsins. Síðustu þrjú árin hafa hins vegar meiðsli hrjáð hann verulega og hann ekki leikið nema innan við helming leikja liðsins. Eins og Rio Ferdinand og Patrice Evra, hverra samningar renna líka út í sumar, hefur Vidić ekki verið boðinn nýr samningur og því kemur þetta ekki á óvart. Búast má við að hinir tveir fylgi í kjölfar Vidić.
Glugginn lokar!
Þetta hefur nú þegar verið betri gluggi en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona enda nældum við okkur í besta leikmann Chelsea síðustu tveggja tímabila í stærstu kaupum gluggans til þessa þegar Juan Mata gekk til liðs við félagið fyrir metfé. Við reiknum ekkert sérstaklega með að fleiri leikmenn bættist við en verðum á vaktinni og reynum að greina frá því helsta sem gerist.
Tvíburarnir
Maðurinn hefur lengi spurt sig þeirrar spurningar hvernig samspil erfða og umhverfis hefur áhrif á líf manna. Fyrst um sinn glímdu heimspekingar við þessa spurningu. John Locke taldi umhverfi skipta meginmáli, við fæðingu var heilinn óskrifað blað en Immanuel Kant taldi að við fæðingu hefði maðurinn einhverja fyrirframgefna þekkingu. Síðar meir, líkt og með mörg önnur viðfangsefni heimspekinnar, færðist þessi spurning yfir á svið vísindanna. Í dag glíma erfðafræðingar, sálfræðingar og læknar öðrum fremur við þessa spurningu.
Juan Mata er leikmaður Manchester United *staðfest*
Juan Mata er búinn að skrifa undir. Vikan var löng, en þetta er staðfest! Verðið: 37,1m punda