Þá eru seinni leikir þessara landsleikjahrinu búnir og þetta var mis-skemmtilegt fyrir okkar menn.
Robin van Persie meiddist á læri í leik Hollendinga og Ungverja og fór útaf í hálfleik, en að sögn Louis van Gaal, stjóra Hollendinga var það aðeins varúðarráðstöfun þannig að við vonum að hann verði með á laugardaginn kemur. Shinji Kagawa varð fyrir einhverjum bakeymslum fyrir leik Japan og Írak og byrjaði ekki leikinn, en hann segir sjálfur að það sé ekki alvarlegt. Kæmi þó svo sem ekki á óvart þó þeir yrðu hvíldir á móti Wigan.