Öllum að óvörum dúkkuðu allt í upp fréttir í gær frá Hollandi að United væri við það að kaupa 23ja ára gamlan leikmann frá Vitesse Arnhem. Enn hefur ekkert heyrst frá United um málið en svo virðist sem fréttirnar hafi verið staðfestar af bæði Büttner og Vitesse. Óhætt er að segja að alla hafi rekið í rogastans, bæði þau okkar sem ekkert þekkja til pilts og hinna líka, viðbrögðin frá Hollandi virðast flestöll á þann veg að hann sé alls ekki af United klassa. Büttner virtist á leið til Southampton fyrr í sumar en ágreiningur um greiðslur til þriðja aðila stöðvuðu það. Nú hafa United og Sir Alex ekki talað fallega um umboðsmenn og slíkar greiðslur, en það er alla vega ekki að stöðva þetta núna.
Leikmenn
Robin van Persie til Manchester United (staðfest)
Í fyrsta skipti síðan Rio Ferdinand kom til liðsins 2002 kaupir United leikmann sem á án nokkurs vafa að smella beint inn í hópinn. Þegar Berbatov kom voru fyrir Tevez, Rooney og Ronaldo og Dimi kom inn í baráttu um stöður. Það er hins vegar deginum ljósara að Robin van Persie mun spila hvenær sem hann er heill.
Það þarf ekki að ræða það í löngu máli að í nokkur ár hafa flestir stuðningsmenn verið sammála um að það vanti sterkan jaxl á miðjuna, en hvað sem tautar og raular er Sir Alex ekki sammála því og þess vegna þýðir lítið að vera að ræða hvaða menn við vildum frekar sjá en Van Persie.
Shinji Kagawa: Kjarakaup eða eina sem við höfum efni á?
Flestir United stuðningsmenn hafa væntanlega einhvern pata af því að fjármál United eru ekki eins frjálsleg og margir myndu vilja. Nú, ef þú hefur ekki heyrt af því máttu bóka að við eigum eftir að skrifa eitthvað um það á næstunni.
Í þessari viku virðist vera frágengið að Eden Hazard sápuóperan er á enda, hann mun ganga til liðs við Chelsea. Kaupin eiga að kosta Chelsea 35 m. punda, 6 milljónir fara til umba Hazards og launin 180-200 þúsund pund á viku. Til fimm ára er þetta samtals pakki upp á 75 milljónir.