Manchester United hefur gengið frá félagaskiptum Alexis Sánchez frá Arsenal.
Sánchez hefur verið langbesti leikmaður Skyttnanna frá því að hann var keyptur frá Barcelona sumarið 2014 eftir HM í Brasilíu. Sterkur orðrómur er búinn að vera um að þessi öflugi landsliðsmaður Síle myndi ganga til liðs við Josep Guardiola hjá Manchester City en í ekkert varð af þeim kaupum. Samningur Sánchez er til 4½ árs og er samkvæmt sögusögnum ansi ríflegur, enda þarf ekki að greiða Arsenal fyrir hann nema sem nemur matsvirði Henrikh Mkhitaryan, sem er nú líklega í kringum 15 milljónir punda, þar sem um slétt skipti á leikmönnum er að ræða.