Í tilkynningu á vef Manchester United segir Nemanja Vidić að hann ætli sér að leita á nýjar slóðir þegar samningur hans rennur út í sumar. Hann hyggst ekki reyna fyrir sér hjá öðru liði í Englandi og þvi má ætla að orðrómurinn i vikunni um að hann sé á leið til Inter sé réttur.
Vidić hefur verið 8 ár hjá United og unnið fimm titla auk Meistaradeildarinnar að sjálfsögðu og er fyrirliði liðsins. Síðustu þrjú árin hafa hins vegar meiðsli hrjáð hann verulega og hann ekki leikið nema innan við helming leikja liðsins. Eins og Rio Ferdinand og Patrice Evra, hverra samningar renna líka út í sumar, hefur Vidić ekki verið boðinn nýr samningur og því kemur þetta ekki á óvart. Búast má við að hinir tveir fylgi í kjölfar Vidić.