Þá er sögunni endalausu lokið og endanleg staðfesting mætt í hús.
PAUL POGBA SNÝR AFTUR Á OLD TRAFFORD SEM DÝRASTI LEIKMAÐUR ALLRA TÍMA
REUNITED: https://t.co/VFkDJ05zuf #POGBACK https://t.co/y68rpT0dob
— Manchester United (@ManUtd) August 8, 2016
Þetta er búið að vera leikmannakaupssaga þessa sumars en ólíkt sögum síðustu sumra endar hún vel. Loksins náði Woodward að næla í sinn mann eftir að hafa reynt að ná í Fabregas, Thiago, Vidal, Renato Sanches, Bale, Sergio Ramos, Toni Kroos og fleiri góða án árangurs.