Við hér hjá Rauðu Djöflunum höldum áfram að kynna nýja leikmenn liðsins til sögunnar. Nú er það nýi markmaðurinn okkar, Sergio Romero sem kemur til liðsins á frjálsri sölu. Hann mun eflaust spila minna hlutverk en hinir fjórir leikmennirnir sem hafa nú þegar gengið til liðs við félagið en það stefnir í að Romero muni vera varamarkmaður fyrir David De Gea, allavega í vetur.
Staðfest
Sergio Romero genginn til liðs við United – Staðfest!
Núna rétt í þessu var Manchester United að tilkynna á Twitter síðu félagsins að Sergio Romero væri genginn til liðs við félagið.
https://twitter.com/ManUtd/status/625455572700262400
https://twitter.com/ManUtd/status/625457082268020736
Sergio Romero kannast flestir við en hann hefur spilað 62 landsleiki fyrir Argentínu síðan 2009. Hann er því þriðji argentíski leikmaðurinn sem Louis van Gaal fær til liðsins. Munurinn á Romero á hinum tveimur, Marcos Rojo og Angel Di Maria er sá að Van Gaal og Romero unnu saman hjá AZ Alkmaar í Hollandi á árunum 2007-2009. Romero fór svo frá Hollandi til Sampdoria á Ítalíu árið 2011 þar sem hann hefur verið þangað til hann varð samningslaus í sumar, með stoppi í Frakklandi tímabilið 2013-2014 en hann fór á láni til Monaco það tímabil.
Morgan Schneiderlin er kominn – STAÐFEST!
Morgan Schneiderlin, hinn 25 ára gamli varnartengiliður Southampton og franska landsliðsins, er loksins búinn að skrifa undir hjá Manchester United. Schneiderlin hefur verið máttarstólpi í sterku og skemmtilegu liði Southampton undanfarin ár ásamt því að vinna sér inn sæti í franska landsliðinu og spilaði m.a. með Frakklandi á HM sl. sumar.
https://twitter.com/manutd/status/620574682429784065
Bastian Schweinsteiger er orðinn leikmaður Manchester United – STAÐFEST
https://twitter.com/ManUtd/status/620570913524850688
Matteo Darmian er leikmaður Manchester United – STAÐFEST
Eftir nokkra daga bið er það loksins staðfest að Torino hefur selt Matteo Darmian til United. Darmian mun kosta um 13 milljónir punda og hefur skrifað undir 4 ára samning, samkvæmt okkar bestu vitneskju.
Matteo Darmian verður aðeins fimmti Ítalinn sem spilar fyrir Manchester United. Hinir eru Carlo Sartori sem lék með United frá 1968-1972 og var fyrsti leikmaðurinn utan Bretlandseyja til að spila með United. Hinir eru svo auðvitað markmaðurinn alræmdi Massimo Taibi, meiðslapésinn Giuseppe Rossi og MACHEEEEEDA.