Þýski landsliðsfyrirliðinn Bastian Schweinsteiger mun skrifa undir 3 ára samning við Manchester United. Það er ljóst að leikmanninum munu fylgja töluverð gæði og reynsla sem er gífurlega mikilvægt. Kaupverð er talið vera á bilinu 6-13 milljónir punda. Þetta staðfesti Karl Heinz Rumenigge stjórnarformaður FC Bayern München á blaðamannafundi í morgun. Eina sem er eftir læknisskoðunin og ef hún gengur vel þá mun hann skrifa undir hjá Manchester United.
Staðfest
Nani er farinn til Fenerbahce – Staðfest
Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani hefur gengið til liðs við Fenerbahce í Tyrklandi. Kaupverðið er um fjórar milljónir punda og er samningurinn til þriggja ára.
Nani var aldrei í náðinni hjá Louis van Gaal og var framtíð hans hjá liðinu í raun ráðinn síðasta sumar þegar hann var lánaður til uppeldisliðs síns Sporting í Lissabon. Reyndar átti hann mjög gott tímabil þar og lék mjög t.d. í Meistaradeild Evrópu. Í vor varð hann portúgalskur meistari með Sporting.
Memphis Depay er leikmaður Manchester United
Memphis Depay er opinberlega orðinn leikmaður Manchester United. Þetta var tilkynnt rétt í þessu:
https://twitter.com/manutd/status/609359572822806528
Eins og allir vita var gengið frá þessum kaupum snemma í maí-mánuði en nú er allir lausir endar hnýttir og þessi gríðarlega efnilegi leikmaður getur farið að leika listir sínar fyrir Manchester United.
https://twitter.com/memphis/status/609359821058519041
Victor Valdes og aðrar vangaveltur *uppfært*
Glugginn hefur verið opinn í tæplega viku og United virðist vera að ganga frá sínum fyrstu kaupum. Allir þessir helstu blaðamenn birtu tíst og greinar í dag um að hann hefði samþykkt 18 mánaða samningstilboð frá félaginu. Hann verður því hjá félaginu út næsta tímabil, hið minnsta. Opinber staðfesting er ekki komin en það er líklega bara formsatriði.
*Uppfært 8.jan*
Nýr djöfull
Mörg ykkar hafa eflaust séð rýni Runólfs Trausta Þórhallssonar á leikaðferð Louis van Gaal sem birt var á fotbolti.net.
Það gerðu ritstjórar Rauðu djöflanna líka og leist vel á. Og þegar þér líst vel á eitthvað þá á að gera eitthvað í málinu.
Niðurstaðan: Runólfur er nýjasti ritstjórnarmeðlimur Rauðu djöflanna. Bjóðum hann velkominn í hópinn!