Velkomin í 26. útgáfu af Rauðu djöflarnir lesa.
Byrjum á byrjuninni. Í leiknum gegn Palace um síðustu helgi sýndi Michael Carrick það að hann er sko enginn eftirbátur Zinedine Zidane í knattspyrnufræðunum. Takið eftir þessu.
Tryggvi Páll skrifaði þann | Engin ummæli
Velkomin í 26. útgáfu af Rauðu djöflarnir lesa.
Byrjum á byrjuninni. Í leiknum gegn Palace um síðustu helgi sýndi Michael Carrick það að hann er sko enginn eftirbátur Zinedine Zidane í knattspyrnufræðunum. Takið eftir þessu.
Það er ekki hægt að segja að undanfarin ár hafi Manchester United stillt upp stöðugu liði, eða að besta ellefu manna lið þess hafi verið vel þekkt. Engu að síður var uppstilling oftast nær eins, vörn, tveggja manna miðja, kantmenn sem oft komu vel inn á miðjan völlinn í sóknum, einn í holunni eða svo, og framherji.
Búast má við að David Moyes haldi að mestu uppteknum hætti, þó að eitthvað nýtt komi til. Mögulegt er að hann noti meira tvo framherja saman, frekar en að annar liggi aftur, sem sést á notkun Danny Welbeck í fyrstu leikjunum og gætu orðið góðar fréttir fyrir Javier Hernandez þegar hann verður heill. Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 5 ummæli
Nú er auðvitað landsleikjahlé, lítið að frétta og því tilvalið að fá smá lesefni til þess að stytta manni stundir fram að næsta leik.
Steve Round, aðstoðarþjálfari United ræddi við Manchester Evening News um Fellaini, hæfileika hans og hvernig hann muni nýtast United í vetur. Skyldulesning.
Maður vissi hreinlega ekkert hvað maður átti að halda á mánudaginn þegar fréttir af svikahröppum og maður veit ekki hvað og hvað voru að berast varðandi kaup á Ander Herrera. Síðan þá hefur rykið sest og blaðamenn í Englandi tekist að komast að meiru: Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 1 ummæli
Hér er sérstök útgáfa af Rauðu Djöflarnir lesa tileinkuð þeim Sir Alex Ferguson og nýja stjóranum okkar David Moyes.
Guardian sigraði öll hin dagblöðin í Bretlandi með pistlum um ágæti Sir Alex Ferguson. Hér eru þeir bestu:
Daniel Taylor skrifar góða grein um arfleifð Sir Alex
Daniel Harris skrifar um Sir Alex frá sjónarhóli okkar aðdáendanda
Guardian reyndi að velja besta byrjunarliðið með þeim leikmönnum sem spilað hafa undir stjórn Sir Alex Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!