Það er komið að fyrsta heimaleiknum hjá Manchester United í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið. Eftir sannfærandi sigur gegn Young Boys frá Bern í fyrstu umferðinni er komið að því að fá spænska liðið Valencia í heimsókn á Old Trafford. Manchester United er í efsta sæti riðilsins fyrir 2. umferðina, er með 3 stig ásamt Juventus en betra markahlutfall. Valencia og Young Boys eru stigalaus.
Meistaradeild Evrópu
Young Boys 0:3 Manchester United
Manchester United byrjaði tímabilið í Meistaradeildinni eins vel og hægt er með þremur mörkum og þremur stigum á útivelli. Andstæðingurinn var vissulega að öllum líkindum sá slakasti í riðlinum en einmitt þess vegna var mikilvægt að lenda ekki í neinu veseni í þessum útileik.
Í aðdraganda leiksins hafði verið talað töluvert um það að nýi hægri bakvörðurinn í liðinu, Diogo Dalot, gæti fengið sénsinn. Hann var búinn að jafna sig eftir meiðsli og ekki þótt ástæða til að taka séns á að láta Valencia spila á þessu gervigrasi sem er á Stade de Suisse. Hann reyndist svo vera í byrjunarliðinu ásamt nokkrum öðrum sem fengu þarna séns til að sýna sig og minna á sig.
Meistaradeildin hefst í Sviss
Þá er komið að því að Meistaradeild Evrópu hefjist þetta tímabilið. Það er alltaf spennandi stund, þegar við horfum á riðilinn sem okkar menn drógust í og pælum í möguleikum liðsins á næstu vikum og mánuðum. Úrslitaleikurinn í vor mun verða spilaður á Wanda Metropolitano, glænýjum og flottum leikvangi Atlético Madrid. Hefur Manchester United það sem til þarf til að komast alla leið þangað 1. júní 2019? Ef við eigum að vera hreinskilin þá er liðið sennilega ekki í hópi líklegustu liða til að komast í úrslitaleikinn en það er þó alls ekki hægt að útiloka það. José Mourinho hefur alveg sýnt það að hann kann ýmislegt fyrir sér í þessari keppni.
Riðill Manchester United í Meistaradeildinni 2018/19
United verður með Juventus, Valencia og Young Boys í riðli H!
Við munum rýna betur í mótherjana þegar þar að kemur en það verða allra augu á einum leikmanni, það þarf ekkert að ræða það mikið
Dregið í Meistaradeildinni
Klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Styrkleikaröðunin er svona:
Fyrsti styrkleikaflokkur
Evrópumeistararnir, Evrópudeildarmeistararnir og sigurvegarar í sex sterkustu deildunum. Til að sleppa sem léttast er augljóst að vilja Lokomotiv Moskvu en annars er lítið sem skilur hin liðin nema mismunandi óskir um hvaða leikmenn fólk myndi vilja sjá á Old Trafford.