Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu. Það er ljóst að allavega Manchester City og Liverpool komast lengra en Manchester United í keppninni í ár, af ensku liðunum. Fyrir tæpum þremur vikum kvörtuðu margir yfir því að markalaust jafntefli á útivelli væru slök úrslit. Öðrum fannst að úrslitin ættu að sleppa en frammistaðan væri áhyggjuefni. Síðan þá komu þrír góðir sigrar í deildinni, þar sem liðið vann m.a. bæði Chelsea og Liverpool með því að vera sterkari aðilinn inni á vellinum.