Ekki var það skemmtilegt en þrjú stig eru þrjú stig og um það snýst leikurinn. Enn og aftur heldur David De Gea hreinu og enn og aftur vinnur Manchester United knattspyrnuleik. Byrjunarliðið sem José Mourinho stillti upp kom lítið á óvart en hann sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn að blaðamenn ættu að geta giskað á byrjunarliðið þar sem hópurinn væri svo þunnur vegna meiðsla. Mourinho gerði samt sem áður fjórar breytingar frá leiknum gegn Liverpool um helgina.
Meistaradeild Evrópu
Liðið gegn Benfica
Liði á Ljósvangi er svona
Varamenn: S.Romero, Darmian, Jones, McTominay, Lingard, Young, Martial
United mættir til Portúgals: Benfica á morgun
Á morgun fá okkar menn kjörið tækifæri til þess að koma sér aftur á beinu brautina eftir Liverpool leik síðustu helgar en eins og flestir vita gerði United sitt annað jafntefli á leiktíðinni á Anfield í hádeginu á laugardaginn. Aftur gerði liðið jafntefli eftir landsleikjahlé en liðinu gekk einnig skelfilega í þeim leikjum á síðasta tímabili en 0-0 jafnteflið á Anfield kom einmitt eftir landsleikjahlé. Tapið gegn Manchester City, jafnteflin gegn Arsenal og W.B.A í fyrra: Allt saman leikir beint eftir landsleikjahlé. Það má vissulega sjá ákveðið mynstur hérna en að því sögðu þá er vonandi að liðið nái að hrista af sér slenið eftir næsta hlé.
CSKA Moskva 1:4 Manchester United
Þetta verður varla mikið þægilega á útivelli í Meistaradeildinni en það var í kvöld. Afskaplega öruggur sigur United í höfn og efsta sæti A-riðilis er í góðum höndum. United stillti upp í þriggja manna vörn.
Byrjunarlið United
Bekkur: Romero, Darmian, Tuanzebe, Mata, McTominay, Lingard & Rashford.
Það eru smá meiðsli í hópnum þannig að United þurfti að breyta svolítið til. Enginn Fellaini, Carrick né auðvitað Pogba og Jones fékk verðskuldaða hvíld. Lindelöf og Smalling héldu áfram að fá tækifærin í bikar/Evrópu og Lukaku og Martial voru saman frammi.
CSKA tekur á móti United
Leikirnir koma nú á færibandi, alveg nákvæmlega eins og við viljum hafa það. Ekki síst þegar það gengur svona vel. Okkar menn eru á leið til Moskvu þar sem CSKA er andstæðingurinn.
Það er búist við töluverðum látum í Moskvu í dag og á morgun þar sem erkifjendur okkar í Liverpool eiga einnig leik í borginni. Þeir keppa gegn Spartak Moskvu í kvöld. Lögregla býst við töluverðum látum en það er reiknað með að um 2000 stuðningsmenn beggja liða muni ferðast frá Englandi. Snilldarhugmynd hjá UEFA að láta þessi lið spila í sömu borginni í sömu leikviku.