Það er ekki mikið andrými þessa dagana og afskaplega lítill tími til þess að velta sér upp úr spilamennsku liðsins undanfarnar vikur. Liðið spilar á 3-4 daga fresti og ég efast meira að segja um að leikmenn liðsins hafi almennilegan tíma til að æfa eða hvíla sig á milli leikja.
The show must go on og á morgun tekur United á móti CSKA í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar. Eftir tapið gegn PSV og jafnteflið í fyrri leiknum gegn CSKA er þetta hreinlega ekkert annað en must-win leikur og framherjar okkar þurfa að finna þessa blessuðu markaskó sína ansi fljótt ætli menn sér ekki að spila í Evrópudeildinni eftir áramót.