Þetta tap í fyrsta leik riðlakeppni Meistaradeildarinnar hjá okkar mönnum fellur algjörlega í skuggann á hrikalegu fótbroti Luke Shaw í byrjun leiks. Þetta er hrikalegt áfall fyrir liðið en fyrst og fremst er þetta alveg skelfilegt fyrir Luke Shaw sem hefur verið svo frábær í upphafi tímabils eftir erfitt fyrsta tímabil sitt hjá félaginu. Hann lagði einstaklega hart að sér í sumar að vera í toppformi, tók sér frí frá landsliðsverkefnum og fókusinn var algjörlega á að eiga topptímabil með okkar mönnum.
Meistaradeild Evrópu
Meistaradeildin er mætt á ný – PSV annað kvöld
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst á morgun þegar United skellir sér í lauflétta heimsókn yfir Norðursjóinn alla leið til Hollands, nánar tiltekið til Eindhoven þar sem hollensku meistararnir PSV ætla að leika hlutverk gestgjafans.
Í gegnum tíðina höfum við hjá United fengið margar góðar gjafir frá PSV og vonandi að ekkert lát verði á morgun. United-legend eins og Park Ji-Sung og Ruud van Nistelrooy komu frá PSV og svo má auðvitað ekki gleyma Jaap Stam sem spilaði mikilvægt hlutverk fyrir United þó að hann hafi kannski ekki yfirgefið United á sem bestan hátt. Svo er það auðvitað Memphisinn okkar, besti leikmaður PSV á síðasta tímabili og algjör lykilmaður þegar liðið nældi sér í sinn fyrsta titil síðan árið 2008.
Mótherjar Manchester United í B-riðli
PSV Eindhoven
PSV varð hollenskur meistari í vor í 22. skipti. Liðið hefur einu sinni unnið Evrópukeppni meistaraliða en það var tímabilið 1987-88. Liðið sigraði Benfica í úrslitum 6-5 eftir vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik.
CSKA Moskva
CSKA lentu í 2.sæti í rússnesku deildinni í vor en liðið hefur samt unnið hana tólf sinnum. Liðið hefur aldrei sigrað í Meistaradeild Evrópu en vann þó UEFA bikarinn 2005.
Club Brügge 0:4 Manchester United (1:7 samtals)
Manchester United er komið í dráttinn fyrir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið verður í potti 2 ásamt, Arsenal, Atlético Madrid, Bayer Leverkusen, FC Porto, Manchester City, Real Madrid og Valencia. Dregið verður á morgun.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði ekkert alltof traustvekjandi. Ander Herrera kom óvænt inn í byrjunarliðið í stað Bastian Schweinsteiger/Morgan Schneiderlin. Hann átti vægast sagt hræðilegan fyrri hálfleik. Misheppnaðar sendingar, lét hirða af sér boltann og toppaði það svo með því að næla sér í gult spjald strax á 12. mínútu.
Meistaradeild eða Evrópudeild: Club Brugge á morgun
Stutta útgáfan:
Ef United tapar ekki 2-0 á morgun verðum við í Meistaradeildinni! Það er skyldusigur!!
Alvöru upphitunin
Það er úrslitaleikur á morgun, Markið sem Marouane Fellaini skoraði á síðustu sekúndu á Old Trafford þýðir að liðið er í sterkri stöðu og einungis stórslys mun koma í veg fyrir að Manchester United leiki í Meistaradeild Evrópu í vetur.
View image | gettyimages.comEn slysin gerast á vellinum eins og annars staðar og United þarf að koma inn í þennan leik af fullri festu og einurð. Daily Mail reiknaði að United gæti hagnast um 100 milljónir punda með að komast áfram… en þá voru þau reyndar búin að bæta við því smáatrið að United færi alla leið og ynni keppnina. Hvað um það, heiðurinn og peningar að veði