Fyrsti heimaleikur eftir fráfall Sir Bobby Charlton og passar vel að það sé leikur í meistaradeildinni, keppninn sem hann var fyrirliði og skoraði tvö mörk þegar við unnum bikarinn fyrst.
Liðinu hefur gengið erfiðlega í keppninni til þessa og er gerð krafa um sigur bæði til að heiðra minningu Sir Bobby en einnig líka til að eiga einhvern möguleika á þvi að halda áfram í þessari keppni sem við viljum helst vera í.
Mótherji þessarar umferðar er FC København dönsku meistarnir.
FCK eins og liðið er gjarnan nefnt í Danaveldi varð til við samrunna tveggja félaga í júlí 1992 og byrjuðu strax á því að vinna deildina það tímabil og hafa jafnað metið um flesta sigra í dönskudeildinni og eru margir leikmenn sem hafa komið úr þeirra akademíu einna helst hvað United varðar var Rasmus Højlund og þar er að finna yngri bræður hans tvíburanna Oscar og Emil svo þarf varla að minnast á að Orri Óskarsson leikur einnig með liðinu en hann hefur ekki fengið mikið að spila í Meistaradeildinni hingað til.
Meistaradeild Evrópu
Manchester United 2:3 Galatasaray
United tók á móti Galatasary í 2. umferð meistaradeildarinnar í kvöld. Erik Ten Hag gerði eina breytingu frá tapinu gegn Palace, Hannibal Mejbri fékk kallið í stað Pellistri. Fyrrum United leikmaðurinn Wilfried Zaha byrjaði hins vegar á hægri kantinum hjá Galatasary.
United liðið er enn að takast á við talsvert af meiðslum, nýjustu fréttir úr sjúkraherbergi United eru þær að Lisandro Martinez þarf að fara aftur í aðgerð vegna meiðslanna sem hann hlaut í lok síðustu leiktíðar. Það gætu því verið rúmlega tveir mánuðir í að við sjáum argentíska slátrarann aftur í liði United. Það eru þó ekki bara slæmar fréttir úr sjúkraherberginu en Luke Shaw ætti bráðlega að fara verða tilbúinn. Fyrir leikinn var United á botni A-riðils eftir tap gegn Bayern í fyrsta leik en Galatasary í 2-3 sæti eftir jafntefli gegn FCK.
United tekur á móti Galatasaray
Manchester United mætir Galatasaray frá Tyrklandi í öðrum leik A-riðils Meistaradeildarinnar á morgun klukkan 19:00 á Old Trafford. Galatasaray situr í öðru sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar og hefur liðið unnið síðustu sex deildarleiki sína. Það er eitthvað annað en hægt er að segja um United sem tapaði sínum öðrum heimaleik á tímabilinu núna um helgina þegar að liðið tapaði gegn Crystal Palace. United situr á botni A-riðils eftir tap gegn Bayern í fyrsta leik riðilsins, sama tíma gerði Galatasaray jafntefli við FC København 2-2 í Tyrklandi.
Allt undir gegn Atlético Madrid
Þrátt fyrir hetjudáðir Cristiano Ronaldo gegn Tottenham sem að skutu liðinu tímabundið í 4. sætið, þá líður manni örlítið eins og hver einasti Meistaradeildarleikur sé sá síðasti í nokkuð langan tíma. Að biðin eftir tónlistinni verði allavega eitt leiktímabil. Arsenal er í algjörri lykilstöðu, á góðu skriði og eru horfurnar því ekki góðar fyrir Ralf Rangnick. Hvað svo sem því líður að þá er helvíti stórt verkefni framundan. Seinni leikurinn við Spánarmeistara Atlético Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu – nú á Old Trafford. Leikurinn er á morgun, þriðjudag og hefst kl. 20:00. Dómari leiksins er Slóveninn Slavko Vincic.
Atlético Madrid 1:1 Manchester United
Manchester United og Atlético Madrid gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn fengu draumabyrjun með flottu marki frá João Félix strax á 7. mínútu en hinn ævinlega spræki Anthony Elanga jafnaði metin á 80. mínútu. Þetta var ekki besti leikur Manchester United á tímabilinu en okkar menn eru rækilega með í þessu einvígi ennþá og allt undir á Old Trafford í seinni leiknum.