Síðasti leikur okkar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu verður á morgun þegar Rúmenarnir frá Cluj koma í heimsókn. Fyrri leiknum lauk með naumum sigri United í einum af streðleikjum þessa hausts. Fjórir sigrar í fyrstu fjórum leikjum riðilsins hafa þó tryggt okkur áfram og við getum tekið á móti Cluj með hálfgerðu varaliði, enda erfiðasti leikur tímabilsins framundan um næstu helgi, heimsóknin á Etihad.
Meistaradeild Evrópu
Galatasaray 1:0 Manchester United
Eins og byrjunarliðið sannaði þá fengu ungu strákarnir að njóta sín og meðalaldurinn á varamannabekknum ekki hár.
Fyrsta skot leiksins átti hinn ungi Nick Powell sem markvörðu Tyrkjanna greip auðveldlega. Nick Powell var svo tæklaður gróflega af Felipe Melo sem slapp við spjald. Skömmu seinna áttu heimamenn hörkuskot sem Lindegaard varði. Semih Kaya fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Alex Büttner sem var á hörkusprett upp völlinn. Felipe Melo virtist vera á sérdíl hjá dómaranum, gæti verið kominn með 3 gul spjöld fyrsta hálftíma leiksins en fékk ekkert. Lindegaard varði aftur vel hörkuskot frá Altintop. Nick Powell átti svo skalla í slánna eftir fyrirgjöf frá Anderson. Fínn fyrri hálfleikur og fjörugur undir lokin en staðan samt sem áður markalaus.
Byrjunarliðið gegn Galatasaray
Lindegaard
Rafael Jones Carrick Büttner
Fletcher Anderson
Cleverley Powell Welbeck
Chicharito
Þetta er líklega tígulmiðja þar sem Powell verður fremstur og Fletcher aftastur.
Bekkur: Sam Johnstone, Ashley Young, Kiko Macheda, Scott Wootton, Larnell Cole, Marnick Vermijl, Joshua King.
Galatasaray á morgun
Á morgun ferðast Manchester United til Istanbúl í fimmta sinn til leiks í Evrópukeppni meistaraliða, eða Meistaradeildinni. Með fullri virðingu fyrir fyrri leikjum gegn Fenerbahçe og Beşiktaş, þá eru það leikirnir gegn Galatasaray sem lifa í minningunni og þá fyrst og fremst leikur liðanna 3. nóvember 1993, eða fyrir rúmum 19 árum.
Haustið 1993 var stór stund hjá United áhangendum. Þá var Evrópukeppni meistaraliða var að breytast í Meistaradeild Evrópu og bar samt enn nafn með rentu, einungis fyrir meistara og eftir brjálæðislega sigurgleði vorsins áður fengu fékk Manchester United í fyrsta skipti í 24 ár farmiða sem gæti endað í fyrirheitna landinu með Evrópumeistaratigninni. Fyrstu mótherjarnir voru Ungverjarnir í Honved sem voru auðveldlega lagðir að velli heima og heiman en síðan kom að Galatasaray. Vanmat og mistök leiddu til þess að fyrri leikur liðanna á Old Trafford fór 3-3 og framundan var ferðin til Istanbúl.
Liðið í kvöld gegn Braga
Byrjunarliðið er:
De Gea
Valencia Smalling Evans Evra
Anderson Giggs
Nani Rooney Welbeck
Chicharito
Bekkur: Lindegaard, Rafael, Ferdinand, Carrick, Young, Cleverley, Van Persie