Eftir tvo fína deildarsigra í röð er nú komið að útsláttarkeppni í Meistaradeild Evrópu. Manchester United dróst fyrst gegn franska liðinu PSG í 16-liða úrslitum en í ljós kom að mistök höfðu valdið því að United fór ranglega í pottinn gegn Villareal en ekki í pottinn þegar andstæðingar Atlético Madrid voru dregnir. Atlético fengu upphaflega þýsku meistarana í Bayern Munchen og kvörtuðu formlega þegar þessi mistök urðu ljós. Þeir fengu í gegn að dregið var aftur, eðlilega, og í það skiptið drógust Atlético og Manchester United saman. Mikið fjör, allt saman.
Meistaradeild Evrópu
Manchester United 1:1 Young Boys
Þessa leiks verður ekki minnst fyrir annað en að fjórir ungir leikmenn komu inná, meðalaldur þeirra var 18 ár. Ralf Rangnick gerði 11 breytingar á byrjunarliðinu og setti kjúklingana á bekkinn.
Varamenn: Heaton(68′), Kovar, Hardley, Mengi(61′), Iqbal(88′), Savage(88′), Shoretire(68′)
Leikurinn var svo sem ekkert sérlega viðburðaríkur fyrstu mínúturnar og lítið frá að segja fyrr en á 9. mínútu, Anthony Elanga kom upp, gaf út á Shaw á kantinum sem fór næstum upp að endamörkum áður en hann gaf út í teiginn, og þar klippti Greenwood boltann í netið. Eitt – núll.
Young Boys koma í heimsókn
Síðasta afrek Ole Gunnars Solskjær var að tryggja United sigur í riðli sínum í Meistaradeildinni og á morgun tekur Ralf Rangnick á móti Young Boys og getur nýtt leikinn í að gefa mönnum séns og hvíla lykilmenn.
Á blaðamannafundi í dag gaf hann út að Nemanja Matic myndi leiða liðið út sem fyrirliði og að Dean Henderson og Donny van de Beek fengju tækifæri. Að Matic verði fyrirliði sýnir að Maguire og Bruno fái frí og við spáum bara svolítið út í bláinn
Villarreal 0:2 Man Utd
Það var lagið! 0-2 sigur á Spáni og við erum komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Knattspyrnan var ekki áferðafalleg og við sáum lítið af boltanum á löngum stundum, en það skiptir engu máli úr því að stigin þrjú koma með okkur til Manchester. Michael Carrick gerði nokkrar breytingar á liðinu sem byrjaði síðasta leik. Bruno Fernandes og Marcus Rashford fengu sér sæti á bekknum, auk þess sem að Luke Shaw var meiddur. Í stað þeirra komu Donny van de Beek, Anthony Martial og Alex Telles inn í liðið.
Stjóralaust og stefnulaust Manchester United heimsækir Villarreal
Eftir vægast sagt djúpan dal hjá Manchester United hefur stjóranum Ole Gunnar Solskjær verið sagt upp störfum. Það sem vekur athygli er að hann var sá eini í þjálfaraliðinu sem var látinn fara. Mögulega mun það breytast þegar nýr stjóri tekur við, hvenær sem það nú verður. Michael Carrick er tímabundinn stjóri þangað til að annar tímabundinn stjóri verður fenginn til að stýra liðinu út tímabilið. Við ræddum þetta í nýjasta þætti Djöflavarpsins. Carrick stýrir sínum fyrsta leik annað kvöld þegar United flýgur til Spánar og mætir á Estadio de la Cerámica, heimavöll Villarreal.