Stórundarlegt leikskipulag, hræðilegur varnarleikur og ótrúleg einstaklingsgæði. Þetta var uppskriftin að dramatísku 2-2 jafntefli Atalanta og Manchester United í kvöld. Leikurinn var stimplaður sem próf nr. 2 af þremur hjá Ole Gunnar Solskjær. Hann og lærisveinar hans unnu sér ekki inn nein extra prik með frammistöðu kvöldsins. Stjórinn gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá því um helgina og svona stilltum við upp:
Meistaradeild Evrópu
Stórleikur í Bergamo
Ole Gunnar Solskjær stóðst fyrsta prófið af þeim þremur sem að pressan hafði lagt fyrir hann. Sterkur sigur vannst á glötuðu Tottenham liði sem að tóku í gikkinn í dag – Nuno Espirito Santo rekinn. Arftaki hans verður að öllum líkindum Antonio Conte, en sá var þrálátlega orðaður við United í vikunni. Okkar ástkæri Norðmaður vonast til þess að fara ekki sömu leið og það væri sannarlega skref í rétta átt að ná í jákvæð úrslit gegn Atalanta, sem að er einmitt næsti andstæðingur Manchester United. Liðin mætast á morgun, 2. nóvember og hefst leikurinn kl. 20:00. Leikurinn fer fram á heimavelli Atalanta, Stadio di Bergamo (Gewiss Stadium).
Manchester United 3:2 Atalanta
Það hafa sjálfsagt ansi margir verið búnir að reka Solskjær þegar Manchester United gekk inn í búningsklefa í hálfleik tveimur mörkum undir og í neðsta sæti F-riðils. En frábær endurkoma í seinni hálfleik þýðir að Manchester United er í efsta sæti riðilsins þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Áfram er spurningamerki um ýmislegt í spilamennsku liðsins og uppleggi en sem knattspyrnuáhugamaður og United-stuðningsmaður þá getur maður ekki annað en glaðst á svona kvöldi. Sjáum svo bara til hvað gleðin endist lengi í þetta skiptið.
Meistaradeildin heldur áfram á Old Trafford
Síðasti rúmi mánuður hefur ekki verið sá besti hjá Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu. 4 slæm töp í 7 leikjum, ósannfærandi spilamennska og þessir 2 sigurleikir sem hafa þó komið hafa verið ansi tæpir. Efasemdaraddirnar um Solskjær hafa hækkað til muna á síðustu vikum og liðið á verulega erfiða leikjatörn framundan. Þrátt fyrir að þeir fjölmiðlamenn sem hafa tengingar við félagið staðhæfi að Solskjær hafi fullt traust innan Manchester United áfram þá fær maður samt á tilfinninguna að liðið og þjálfarahópurinn séu með bakið upp að veggnum núna.
United í hefndarhug gegn Villarreal
Það er fátt leiðinlegra en að bíða eftir næsta verkefni, þegar að leikurinn á undan tapaðist – sérstaklega þegar hann tapast eins ömurlega og gegn Aston Villa. Í kvöld, kl. 19:00 gefst Manchester United tækifæri til að kvitta fyrir vonbrigði síðustu tveggja leikja á Old Trafford. Andstæðingurinn er kunnuglegur: Villarreal. Liðin mættust síðast í vor þegar að þeir gulklæddu höfðu betur í langdreginni vítaspyrnukeppni, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Það var helvíti leiðinlegt.