Eins og allir vita er baráttan um Ísland framundan, Manchester United og Liverpool mætast í stórleik umferðarinnar kl. 13.30 á sunnudaginn. Við Kristján Atli hjá Kop.is höfum verið að henda póstum á milli okkar það sem af er vikunnar og ræddum við ýmislegt í tengslum við þennan leik, liðin tvö og deildina almennt. Þetta er vonandi ágætis upphitun fyrir stórleikinn og afraksturinn má sjá hér fyrir neðan:
Mótherji mælir
Mótherjinn mælir: Jan Eric Jessen Arsenal-maður
Við höfum bryddað upp á því fyrir stórleiki að ræða aðeins við stuðningsmenn liðsins sem United á að mæta. Við höldum áfram með það hér og þar sem við spilum við Arsenal á laugardaginn fékk ég Jan Eric Jessen, Arsenal-mann, líffræðing og knattspyrnudómara með meiru til þess að svara nokkrum laufléttum spurningum:
Það er eiginlega ekki hægt að byrja þetta á öðru en Robin van Persie. Hann hefur byrjað frábærlega hjá United, hversu sárt var að missa hann?
Mótherjinn mælir: Birgir formaður íslenska Tottenham klúbbsins
Þá er komið að annarri útgáfu af „Mótherjinn mælir“. Á laugardaginn fær United Tottenham Hotspurs í heimsókn á Old Trafford og því við hæfi að fá einhvern dyggan Spurs stuðningsmann í viðtal til okkar. Við höfðum samband við íslenska Tottenham klúbbinn og var formaðurinn, Birgir Ólafsson, tilbúinn til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur og gefa okkur smá innsýn inn í hugarheim Tottenham stuðningsmanna og því sem við megum eiga von á.
Mótherjinn mælir: Kristján af kop.is
Það verður vonandi reglulegur viðburður hér fyrir stórleiki að fá stuðningsmann mótherjanna til að segja okkur aðeins frá liðinu sínu frá sínum sjónarhóli svo við getum aðeins kynnst þeim betur. Stórleikirnir gerast ekki stærri en leikurinn á sunnudaginn og það er við hæfi að fá fótboltabloggara sem er hokinn af reynslu sem fyrsta gest okkar hér.
Við bjóðum velkominn í heimsókn Kristján Atla Ragnarsson frá kop.is