Er Thiago á leiðinni?
Fjarri því að vera fast í hendi, en orðrómurinn er sterkur um að málið sé komið það langt að farið sé að ræða launamál. Graham Hunter, gamalreyndur og virtu enskur blaðamaður á Spáni heldur því fram og undir það tekur Daily Telegraph í dag. De Gea hefur greinilega verið að vinna í þessu fyrir okkar hönd enda skrifaði hann á boltann sem Thiago fékk eftir þrennuna gegn Ítalíu „Sjáumst í Manchester“ eins og fram hefur komið. Eins og fram hefur komið er Thiago með lausnarklásúlu í samningnum sínum sem sendur í 18 milljónum evra eða um 15,4 milljónum punda og því hans að ákveða en ekki Barcelona. Upphæðin er alla jafna 90 milljónir evra, en lækkar í 18 milljónir þar sem Thiago fékki ekki að leika í meira en þrjátíu mínútur í 60% leikja Barcelona. Hann lék reyndar í 60% leikja Barcelona í fyrra og náði vel yfir 30 mínútum af meðaltali, en hefði þurft að ná þrjátíu mínútum í öllum 36 leikjunum sem hann lék, en ekki bara 21 einum þeirra. Framundan er HM á næsta ári og Thiago hlýtur að vera mikið í mun að vera fastamaður í byrjunarliði til að sýna að hann eigi erindi í spænska landsliðið (og ekkert leiðindatuð með að benda á að ef hann kemst ekki í Barcelona byrjunarliðið þá komist hann varla í spænska liðið. Hann gæti heyrt það og hugsað sig um betur…)