Það getur hafa verið misráðið að opna svona rétt fyrir landsleikjahlé, en það verður að venjast eins og annað.
Lítið að frétta af okkar mönnum, engin opin bréf og svona þannig að við minnumst á það helst að Joshua King, leikmaður varaliðsins er í Noregshópnum sem kemur til Íslands í vikunni. King hefur verið á láni hér og þar, var hjá Borussia Mönchengladbach og Hull í fyrra, spilaði lítið hjá ‘Gladbach en nokkuð hjá Hull, helst á kantinum og skv viðtali við hann í Verdens Gang í morgun tekur hann það fram fyrir að spila frammi. Þetta val King í landsliðið kemur á óvart í Noregi en Egil Olsen er að yngja allverulega upp í landsliðinu.