Það var í Manchester ferð, trúlega 2003, sem félagi minn greip ævisögu Nobby Stiles ofan úr hillunni í Megastore. Hann opnaði hana af handahófi og lenti beint á setningunni: „Ég var umsvifalaust rekinn út af.“ Setningu sem er trúlega einkennandi fyrir Stiles.
Gestapistill
Aðsend grein: Kvikmynd um Sir Alex Ferguson
Við vonum að lesendur okkar hafi það gott á þessum fordæmalausu tímum. Við fengum sendan þennan pistil frá Tómasi Gauta sem þið getið vonandi haft gaman af í fótboltaleysinu. Hér er pistillinn:
Hver einustu landsleikjahlé líða fyrir mér eins og heill mánuður í hvert skipti. Þá skoða ég dagatalið á hverjum degi og tel óþolinmóður niður dagana. Það hefur kannski aðeins breyst síðustu ár eftir að karlalandslið okkar varð frábært knattspyrnulið og hafa þeir nú gefið okkur endalaust af ljúfum minningum. „Aldrei vekja mig,“ eins og Gummi Ben sagði. Engu að síður þá fæ ég enn í dag fótbolta „fráhvarfseinkenni“ þegar þessi hlé taka við.
Útaf með bakvörðinn!?
Góður vinur Rauðu djöflanna er hér mættur á ný, Halldór Marteinsson lagðist í rannsóknir á bakvarðaskiptingum Louis van Gaal og varð vel við bón okkar um að fá að birta þær hér.
Bakvarðaskiptingar Manchester United
Eftir því sem liðið hefur á tímabilið hefur mér fundist pirringur út í að því er virðist endalausar bakvarðaskiptingar van Gaal fara stigmagnandi. Ég hef fundið það hjá sjálfum mér auk þess sem ég hef séð sífellt fleiri kaldhæðnar vísanir í bakvarðaskiptingar á hinum ýmsu samfélagsmiðlum í umræðum um Manchester United. Þegar enski boltinn fór í páskafrí ákvað ég að skoða hvort þessi pirringur væri rökréttur eða hvort maður væri kannski að mikla þetta mál aðeins fyrir sér.
Jóladagatal, 18. desember 2015, 6 dagar til jóla
Roy Keane
Góðan hluta af sínum rúmlega 12 ára ferli hjá Manchester United var Roy Keane fyrsti maður á blað þegar átti að velja byrjunarliðið. Þegar ég fékk þá hugmynd að gera þetta litla jóladagatal mér, og vonandi einhverjum fleirum, til jólagleði og ánægju þá var nákvæmlega þessi gluggi, Roy Keane sem Hurðaskellir, fyrstur á blaðið. Það smellpassar svo mikið að það væri eiginlega hægt að láta staðar numið hér. Það þarf ekkert meira. Roy Keane ER Hurðaskellir.
Jóladagatal, 17. desember 2015, 7 dagar til jóla
Joe Jordan
Nú er ekki nema vika til jóla. Það er ekki mikið. En samt er það eitthvað svo langt, þegar beðið er eftir jólunum. Jólasveinninn að þessu sinni er hinn harðskeytti Askasleikir.
Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus.
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.
Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.