James Bond
Gestapistill
Jóladagatal, 15. desember 2015, 9 dagar til jóla
2011 útgáfan af David De Gea
Nú fer að hitna í kolunum. Jólin eru svo rétt handan við hornið að niðurtalningin er komin í eins stafa tölur. Þetta er orðið rosalegt! Það liggur við að maður sé farinn að finna hangikjötslyktina í loftinu og finna bragð af hamborgarhrygg og jólaöli.
Jólasveinarnir halda áfram að streyma til byggða. Að þessu sinni kom hinn eitursvali Þvörusleikir til byggða. Hvað er sagt um þann fella?
Jóladagatal, 13. desember 2015, 11 dagar til jóla
Gluggi dagsins í jóladagatalinu er ekki af verri gerðinni!
George Best
Annar jólasveinninn til að mæta til byggða er sjálfur grallarinn hann Giljagaur.
Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.
Jóladagatal, 9. desember 2015, 15 dagar til jóla
Þrátt fyrir hörmuleg úrslit í gær þá heldur lífið áfram og við höldum áfram með Jóladagatalið hans Halldórs.
Harry McShane
Laugardaginn 9. desember 1950 var bandaríski efnafræðingurinn Harry Gold dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir njósnir og fyrir að hafa leikið upplýsingum um Manhattan verkefnið til Sovétríkjanna. Manhattan verkefnið var rannsóknar- og þróunarverkefni tengt kjarnorkuvopnum sem Bandaríkin, Kanada og Bretland stóðu að í sameiningu og hófst í seinni heimsstyrjöldinni.
Jóladagatal, 6. desember 2015, 18 dagar til jóla
Eric Cantona
On the twelfth day of Christmas my true love sent to me;
Twelve Cantonas!
6. desember 1992 var, líkt og árið 2015, annar sunnudagur í aðventu. Jólin mjökuðust nær, jólalögin ómuðu sem aldrei fyrr, jólapróf víða í fullum gangi og líkt og sama sunnudag 23 árum síðar var spilað í enska boltanum. Þarna var enska úrvalsdeildin glæný og á sínu fyrsta tímabili. Manchester United hafði átt ansi gloppótta byrjun á tímabilinu. Til að byrja með komu tvö töp, gegn Sheffield United og Everton, áður en liðið gerði jafntefli við Ipswich Town. Þá kom góður sprettur og 5 sigrar í röð, þar á meðal gegn ríkjandi deildarmeisturum í Leeds United. Þann leik vann United 2-0 með mörkum frá Andrei Kanchelskis og Steve Bruce. Eftir það kom lægð, fimm jafnteflisleikir í röð og tveir tapleikir beint í kjölfarið. United var þó aðeins farið að rétta úr kútnum og var á þessum tíma búið að vinna síðustu 2 leiki sína.