Tímabilið er formlega hafið og því tímabært að fara af stað með Mánudagspælingarnar sem verða vonandi fastur liður hjá okkur í vetur. Í þetta skipti snúast pælingarnar um leikform leikmanna, smá tölfræði og ástæður þess að David de Gea sat uppi í stúku.
Leikform?
Ég missti af leiknum á laugardaginn gegn Tottenham en fylgdist þó með samfélagsmiðlunum meðan á leik stóð. Sú mynd sem ég fékk af leiknum þar var frekar neikvæð og ég bjóst því að ég væri að fara að horfa á einhverja hörmung þegar ég horfði á leikinn í endursýningu í gær.