Það er er gaman að vera United-maður í dag. Við höfum skellt hurðinni kröftuglega á andstæðinga okkar í deildinni í undanförnum leikjum og Tottenham, City og Liverpool hafa fengið að kenna á því á afskaplega sannfærandi hátt. Með sigrunum á þessum liðum hefur United tekist að þau senda þau niður í harða baráttu um afgangana á meðan strákarnir okkar hafa komið sér í tiltölulega þægilega stöðu.
Mánudagspælingar
Mánudagspælingar 2015:02
Maður er ennþá að koma sér niður á jörðina eftir leikinn á Anfield í gær. Andrýmið á milli 4. og 5. sætis er orðið ansi þægilegt fyrir næstu umferð þar sem við tökum á móti Aston Villa á meðan Liverpool og Arsenal mætast innbyrðis á Emirates-vellinum. Að mæta á þennan geysierfiða útivöll þar sem aflinn undanfarin ár hefur verið af skornum skammti og fara heim með þrjú stig er frábært. Að gera það eins og liðið gerði í gær er einfaldlega stórkostlegt.
Mánudagspælingar 2015:01
Mikið rosalega var sigurinn í gærkvöldi gegn Tottenham kærkominn. Ekki nóg með það að frammistaða liðsins hafi verið eitthvað sem við höfum beðið eftir í allan vetur (jafnvel lengur) heldur tókst liðinu bæði að setja pressu á Manchester City í öðru sætinu sem og að senda einn af okkar helstu keppinautum um sæti í Meistaradeildinni að ári niður í miðjumoðið. Það er nóg eftir af tímabilinu en hver sigur á þessu stigi deildarinnar er einfaldlega gulls ígildi.
Mánudagsmorgunkaffiskammtur
Eftir góða byrjun okkar manna um helgina er ágætt að rúlla aðeins í gegnum fréttir og slúður.
Fyrst af öllu erum við búnar að bjóða 28m punda í Fellaini og Baines. 16m í Fellaini sem kostaði Everton 17.5m fyrir 6 árum, og 12m í Baines, aftur. Einhverra hluta vegna finnst Everton þetta lélegt boð.
Daniel Burdett (@luzhniki2008) tísti í gær mynd sem hann tók eftir 3. mark United í leiknum á laugardag. Myndin fór eins og eldur í sinu um netið, sem ekki er furða: