Sem betur fer er alveg hreint stórundarlegum félagaskiptaglugga lokið. Í allt sumar höfum við beðið eftir að félagið léti til sín taka og myndi styrkja liðið fyrir komandi átök. Ekki veitti af. Pressan er gríðarleg á Moyes og góður gluggi hefði auðvelda honum starfið til muna. Menn létu það hinsvegar dragast til allrar mögulegu seinustu stundar að ganga frá einu alvöru kaupum sumarsins. Staðfesting á kaupum United á Marouane Fellaini, miðvallarleikmanni Everton, barst ekki fyrr en eftir lokun gluggans. Ekki það að maður sé ósáttur við kaupin á Fellaini. Hann er akkúrat sá leikmaður sem liðið vantar. Nagli á miðjuna sem gefur okkur vídd inn á vellinum sem okkur hefur alveg skort hingað til.
Ritstjóraálit
Keppnistímabilið 2013-14 – Spekingar spá
Loksins, loksins er komið að því að alvaran fari af stað og við fáum eitthvað til að dreifa athyglinni frá endlausum þönkum um hvort við fáum nú ekki almennilegan miðjumann.
Rauðu pennarnir hafa spáð í spilin og hver fyrir sig komist að niðurstöðu um hvað tímabilið ber í skauti sér
Elvar Örn
Spennandi. Það verður ekki annað sagt að þetta tímabil verður afskaplega spennandi. Nýtt tímabil, nýtt gras, nýr Zaha og síðast en ekki síst nýr stjóri.
Uppgjörið – Sumarið og aðrar pælingar
1. Hvað viljið þið sjá gerast í leikmannamálum núna í sumar?
Bjössi:
Vann sex bjóra í fyrra af samritstjórum fyrir að spá því að enginn topp-ekta-miðjumaður yrði keyptur (holumenn töldu ekki). Hefði unnið samskonar veðmál á hverju ári síðan 2009. Það væri rosa gaman að sjá eitt sterkt tröll koma inn á miðjuna. Væri ekki slæmt að sjá vinstri kantmannbakvörð, en býst frekar við að sjá Evra, Büttner og Fabio berjast um þá stöðu næsta vetur.
Uppgjörið – Tímabilið 2012/13
1. Hvernig fannst ykkur þetta tímabil hjá United?
Bjössi:
Öll tímabil sem enda með meistaratign geta ekki verið annað en góð! Að mörgu leyti mjög skrýtið tímabil. Byrjaði frekar brösuglega að manni fannst og bæði Chelsea og City voru á góðu skriði. Síðan fór skútan að réttast, léttur riðill í Meistaradeildinni vannst auðveldlega, Chelsea fór að gefa eftir og við að raka inn stigum.
City fór svo að sýna veikleikamerki og allt í einu í febrúar vorum við með pálmann í höndunum, og gáfum ekkert eftir fyrr en titillinn var í höfn. Töpuðum fyrir Chelsea í báðum bikarkeppnum sem er ekkert il að skammast sín fyrir og Real leikurinn var eins og við vitum.
Sumt af því besta, og versta, frá Ferguson árunum
Það væri hægt að búa til 20 diska DVD safn af því besta, og versta, frá Ferguson árunum. Þess vegna er hér farin hin leiðin og ritstjórar kusu 5 bestu eða verstu í örfáum flokkum:
Bestu kaupin
1. Eric Cantona (5 atkvæði)
1. Cristiano Ronaldo (5 atkvæði)
1. Peter Schmeichel (5 atkvæði)
Allir ritstjórarnir sammála um að þessir kappar væru ein af fimm bestu kaupum Ferguson.
4. Roy Keane (3 atkvæði)