Þau ykkar sem héldu eða voru að vona að „gingham“ væri úr sögunni verða eflaust fyrir einhverjum vonbrigðum. Nýr varabúningur var kynntur í gær í Japan við Osaka kastalann. Eins og einhverjir vita þá er þetta gingham-mynstur tengt sögu iðnarins í Manchester en þetta var einmitt framleitt þar í borg. Þessi búningur er alls ekki slæmur en guð minn almáttugur hvað ég vona að þetta sé endirinn á hjónabandi gingham og Manchester United.
Slúður
Ef það er sunnudagsmorgun þá hlýtur þetta að vera fréttapakki
Annar leikurinn á undirbúningstímabilinu fór mun betur en sá fyrsti.
Í gær mætti United á ANZ leikvanginn í Sydney þar sem úrvalslið áströlsku deildarinnar beið, þar á meðal Liam Miller, sem einhver ónefndur limur Red Café hafi þetta að segja um þegar Miller lék með United: „He [Liam Miller] is a better player than Fletcher.(in fact most people are better players than Fletcher)“ Ekki reyndist sá sannspár.
Í ruglinu
Þetta er held ég örugglega orðið ruglaðasta ‘silly season’ sem ég man eftir hvað United varðar.
Síðan við heyrðumst síðast fyrir tveim dögum:
- Tito Vilanova segir að Cesc vilji vera áfram.
- Reyndar var það í vor sem Cesc sagði það.
- Thiago segist hafa tekið ákvörðun um að fara til Bayern eftir að hafa talað við Pep eftir HM U-21. Áttum semsé aldrei séns.
- Wayne Rooney er “reiður og ringlaður” vegna þess að United er að fara illa með hann.
- Það er hollt að lesa hvað Moyes sagði í raun um Rooney. (Takk Kristjans)
- Chelsea býður 10 milljónir punda í Rooney, plús annað hvort Mata eða Luiz
- Chelsea neitar að hafa boðið leikmenn, segir það frá United komið til að hræra í leikmönnum Chelsea (en Chelsea er þá augljóslega ekkert að hræra í Rooney)
- Blaðamenn neita að ‘Mata eða Luiz’ slúðrið hafi komið frá United.
- Svona í millitíðinni berast fréttir um að Nani fái nýjan samning og sé alveg á tæru að sé sterklega inni í myndinni hjá Moyes.
- Andy Mitten, gegnheill United maður og traustur, segir alveg á hreinu að Fàbregas vilji spila og vilji koma til United en sé að bíða eftir að Barcelona taki fyrsta skrefið og segi í lagi að hann fari.
- Ed Woodward, stórleikari úr The Equa… nei ég meina varaforseti Manchester United yfirgaf túrinn í Ástralíu í gær og flaug heim til Englands, nei, ég meina, flaug „til Evrópu“ til að sinna „mikilvægum leikmannaviðskiptum“
- Þessi leikmannaviðskipti eru að tryggja okkur Fàbregas.
- Nei, Modrić, sem við fengum allt í einu aftur áhuga á. (Skv Tancredi Palmieri og Sky Italia. Nei, það eru ekki traustar heimildir)
- nú, eða Gareth Bale, sem Daily Mirror slær upp í dag að við ætlum að bjóða 60 milljónir punda í.
Er nema von menn verði ringlaðir!
En ef ég ætti að leggja undir pening í dag hvað gerðist þá þætti mér líklegustu atburðir næstu vikna vera þeir að Wayne Rooney fari, og Fellaini komi. Síðan virðist alveg séns að næla í Fàbregas. Ef Rooney verður notaður sem skiptimynt, er ekkert óvitlaust að vonast eftir t.d. Mata, sem er eiginlega vitað að Mourinho er alveg til í að láta frá sér. (Sama gildir um Luiz og Torres).
F&F&F… Slúðurpakkinn
Í gær bauð United 30 milljónir evra, eða um 26m punda, í Cesc Fàbregas hjá Barcelona. Það er ekki hægt annað að vera skeptískur enda eru það ansi margir („Heldur áfram þangað til allir ársmiðar seljast“ er það sem oft heyrist á sumrin, og ekki bara hjá United).
Það sem mælir gegn því að þetta gerist virðist vera margt. Upphæðin er ekkert ofurhá, Cesc er hjá draumaliðinu sínu, Barcelona er nýbúið að missa ungan miðjumann sem ég man ekki hvað heitir, og Arsenal á einhvers konar forkaupsrétt.
Með sunnudagssteikinni
Fyrsti leikur United undir stjórn David Moyes fór fram í gær. Liðið keppti við úrvalslið tælensku deildarinnar sem kenndi sig við ódáinsmjöðinn Singha.
Liðið stillti upp í 4-5-1, eða 4-2-3-1 svo:
Amos
Fabio Ferdinand Evans Büttner
Carrick Cleverley
Januzaj Anderson Giggs
Welbeck
Büttner meiddist í fyrri hálfleik þannig að Rafael kom inn á og tvíburarnir spiluðu síðan í síðum stöðum. Í seinni hálfleik komu Jones, Lingard og Zaha inn á fyrir Giggs, Cleverley og Anderson og loks Evra fyrir Fabio.