Ónefndur ritstjórnarmeðlimur var aðeins of snöggur á sér og kom með upphitun fyrir leikinn gegn PSG sem verður aðfaranótt fimmtudags.
Til að gera okkur ekki öll viðþolslaus úr spenningi var greinin látin hverfa og þau sem vöknuðu seint þurfa að bíða.
Annars er það helst að frétta að Marcos Rojo klúðraði vegabréfsáritunarmálum og kemst ekki til Bandaríkjanna, enginn veit hvar Ángel di María er og United er búið að hafna 28,5 milljón punda boði í hann, Pedro málið er enn málið, Ramos er ekki búinn að skrifa undir samning, og