2. september Tom Cleverley er farinn til Aston Villa á láni. Villa hefur möguleika á að kaupa hann á 7,5 milljón punda.
Slúður
Daley Blind til Manchester United (staðfest)
Manchester United hefur staðfest að félagið hefur náð samkomulagi um kaup á Daley Blind með fyrir vara um samkomulag við leikmanninn og læknisskoðun
BREAKING: #mufc has reached agreement with Ajax to sign Daley Blind, subject to a medical and personal terms. pic.twitter.com/2l1l7I2Aow
— Manchester United (@ManUtd) August 30, 2014
De Telegraaf í Hollandi birti frétt nú í morgunsárið um að Ajax og Manchester United hafi náð samkomulagi um kaup á Daley Blind. Kaupverðið sé 18 milljónir evra eða rúmlega 14 milljónir punda og einhverjar milljónir evra í hugsanlega bónusa.
Angel di María á leiðinni?
Minni fólk á upphitun fyrir Sunderland-leikinn á morgun.
Nú rétt fyrir fréttir á þessu ágæta laugardagskvöldi varpaði spænski blaðamaðurinn Guillem Balague fram sprengju á Twitter:
Valencia á morgun
Á morgun fer general-prufan fyrir tímabilið fram. Louis van Gaal stýrir Manchester United í fyrsta sinn á Old Trafford. Andstæðingurinn er Valencia. Hingað til hefur undirbúningstímabilið gengið vonum framar, 5 leikir, 5 sigrar og 2 „bikarar“, 16 mörk skoruð og eina markið sem liðið hefur fengið á sig úr opnu spili var af 50 metra færi. Það hefur því verið blússandi gleði á mannskapnum enda allir að stefna að sama marki.
Fréttir & slúður
Tökum smá skurk í fréttum og slúðri varðandi United.
Í gær staðfesti Arsene Wenger að United væri eitt af þeim liðum sem hefði boðið í Thomas Vermaelen, í gærkvöldi komu svo fregnir af því að Barcelona hefði tryggt sér kaupin á honum vegna þess að Wenger vildi ekki selja til liðs í sömu deild. Gott fyrir Arsenal að Wenger virðist vera búinn að læra sína lexíu. Í dag kom þó staðfesting á því að Arsenal hefði viljað fá leikmann í skiptum frá United fyrir Vermaelen. Engin staðfest nöfn en menn telja að Wenger hafi annaðhvort viljað fá Smalling eða Jones. Auðvitað gat United ekki samþykkt það enda allur tilgangurinn með kaupunum á Vermaelen að auka breiddina í vörn United.