Manchester United beið ekki lengi með að fá nýja knattspyrnustjóra liðsins inn. Strax daginn eftir síðasta leik á þessu versta tímabili í lengri tíma var Erik ten Hag mættur á Old Trafford til að heilsa upp á gjörsamlega alla hjá félaginu, skoða sig um og halda einn góðan blaðamannafund. Auk þess hófst dagurinn á að MUtv birti viðtal við kappann. Samfélagsmiðlar voru undirlagðir af fréttum um Ten Hag og félaga. Fréttamiðlar tóku það sömuleiðis upp, jafnvel svo mikið að minna fór fyrir fréttum af fögnuði Manchester City sem keyrði um borgina í rútu fyrir framan mismikið af fólki. Enda skiljanlegt, við vitum öll hvert er stóra félagið í Manchester-borg.
Stjórinn
Ballaðan um Ralf Rangnick
Welcome to Manchester United, Ralf Rangnick 🔴🇩🇪#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) November 29, 2021
En hver er þessi maður sem ekkert of margir stuðningsmenn United höfðu heyrt af fyrr en fyrir um mánuði síðan? Einn Rauðu djöflanna hefur fylgst með honum um nokkuð langa hríð.
Mín fyrstu kynni af Rangnick voru 1999, þegar RÚV sýndi þýska boltann. Arfleifð Ásgeirs Sigurvinssonar og Eyjólfs Sverrissonar tryggði að Stuttgart hefur alltaf verið mitt lið þar og ég man eftir ungum þjálfara með hornspangargleraugu sem var þá nýtekinn við. Óljóst rámar mig í að hann hafi gefið ungum leikmönnum tækifæri. Hann entist í rúmt eitt og hálft ár hjá Stuttgart – sem er nokkuð gott á þeim bænum. Hann vann InterToto bikarinn og kom liðinu í undanúrslit bikarsins en vandræðagangur í deildinni kostaði hann starfið. Nafnið og karakterinn varð mér eftirminnilegt og hef ég því alltaf haft auga með honum.
Ole Gunnar Solskjær rekinn
Sagan endalausa hefur tekið enda, það er búið að segja Ole Gunnar Solskjær upp störfum. Michael Carrick tekur við tímabundið á meðan leitað er að millibilsstjóra til að taka við út tímabilið! Það segir líklega meira en mest um þessa stjórnun á klúbbnum
Manchester United can confirm that Ole Gunnar Solskjaer has left his role as Manager.
Thank you for everything, Ole ❤️#MUFC
Hvenær rekur maður þjálfara og hvenær rekur maður ekki þjálfara?
Það er mánudagur. Andskotans, ömurlegur mánudagur. Enn er svart úti þegar vekjaraklukkan hringir. Laufið er dottið af birkinu, skógurinn er dökkur en ekki gulur. Einn þessara daga þar sem maður vildi geta dregið sængina upp fyrir haus og haldið áfram að sofa.
En við þurfum flest að mæta í skólann eða vinnuna, afplána frá níu til fimm. Og það er sammerkt með okkur stuðningsmönnum Manchester United eða þeim sem vinna fyrir félagið hvort sem um ræðir fólkið á skrifstofunni, leikmenn, þjálfara eða stjórnendur.
Nýr samningur fyrir Ole
Ef þú ert ekki búið að lesa upphitunina fyrir leikinn í kvöld þá er þetta prýðilegur tími.
En fréttir eru að berast að Ole og Eddi séu að fara að setjast niður og gera nýjan samning, enda síðasta ár núverandi samnings að fara að koma. Launahækkun og svona.
Flottar fréttir, Ole fær traustið til að halda áfram endurnýjun og uppbyggingu