Samkvæmt dagatalinu er ég sá eini af ritstjórninni sem man árin fyrir Fergie, enda fæddur 1969, 17 árum fyrir Ferguson. Ólíkt Ómari Ragnarssyni sem komst fram til átta ára aldurs í fyrsta bindi ævisögunnar, get ég hins vegar ekki sagt að ég sé minnugur á atburði. Ég veit það t.a.m. bara af því eldri frændur rifja það alltaf upp að fyrsta sem ég veit um að ég sé United maður er að ég á að hafa grenjað óhuggandi þegar United tapaði fyrir Southampton í bikarúrslitunum ’76. Annars man ég þetta ósköp lítið næstu árin. Maður horfði á útdrætti úr vikugömlum enskum leikjum á laugardögum, las um þetta í Mogga og fylgdist svolítið með. 1982 byrjaði ég að lesa Shoot! og fékk fagra mynd af öllum leikmönnum og liðum, enginn var lélegur, bara stundum smá vonbrigði. Sama ár komu fyrstu beinu útsendingarnar og um haustið byrjaði RÚV að sýna einn leik í viku.
Stjórinn
Síðasta lið Fergie á Old Trafford
Liðið sem Sir Alex Ferguson kveður United með lítur svona út
Schmeichel
Neville(G) Stam Ferdinand Irwin
Ronaldo Keane Scholes Giggs
Cantona
Van Persie
Æ nei. Reyndar ekki.
De Gea
Jones Vidic Ferdinand Evra
Welbeck Carrick Scholes Kagawa
Hernandez Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Evans, Büttner, Anderson, Valencia, Cleverley, Giggs
Þarna er spilað til sóknar og sigurs!!!
Rooney ekki einu sinni á bekknum. Sagði í tísti áðan hlakka til að taka viðð 5. meistaramedalíunni, minntist ekki á að kveðja Fergie…
Sir Alex Ferguson kveður Old Trafford á morgun
Bjóstu við venjulegri upphitun? Nei. Auðvitað ekki.
Fyrsta mál á dagskrá: Búið að birta lagalistann sem spilaður verður á Old Trafford fyrir leik og í hléi á morgun.
Ýttu á play og svo getum við haldið áfram
Hvílíkur lúxus! Tveir leikir eftir af tímabilinu, við vitum hvað er í vændum og fáum að kveðja… tja? kónginn? Ég ólst upp við að það hefði bara verið einn kóngur á Old Trafford og hann hét Denis Law. Svo kom Eric Cantona og um tíma var hann kóngurinn, áður en við áttuðum okkur á að hann var eitthvað meira og varð ‘Le Dieu’.
David Moyes er nýr knattspyrnustjóri Manchester United.
Það er orðið opinbert, David Moyes er arftaki Sir Alex Ferguson sem knattspyrnustjóri Manchester United og mun hann taka við stjórnartaumunum að tímabili loknu. Ég segi þetta aftur: David Moyes er arftaki Sir Alex Ferguson sem knattspyrnustjóri Manchester United. Takið ykkur smástund í að melta þetta.
Fljótlega eftir að staðfesting barst um að Sir Alex myndi setjast í helgan stein komu helst þrír menn til greina, David Moyes, Jose Mourinho og Jurgen Klopp. Fljótlega uppúr hádegi í gær varð það þó alltaf skýrara og skýrara að það yrði David Moyes sem myndi taka við keflinu. Rétt áður en tilkynning barst þess efnis að Moyes væri nýr stjóri United virðist fréttadeild United aðeins hafa farið framúr sjálfri sér og birti hún tengil yfir á Facebook-síðu félagsins þar sem Moyes var boðinn velkominn og aðdáendur gátu skilið eftir skilaboð til hans. Fljótlega eftir það birti Twitter-síða Everton þetta:
Sir Alex Ferguson hættir sem framkvæmdastjóri Manchester United
Maður vissi að þessi dagur mundi einn daginn renna upp. Hvar byrjar maður?
Í gær fór orðrómur á stað um að Sir Alex Ferguson myndi stíga niður sem knattspyrnustjóri Manchester United við lok tímabilsins og rétt í þessu var það staðfest af liðinu í yfirlýsingu. Maður á bágt með að trúa þessu. Fyrstu viðbrögð mín og flestra sem ég fylgist með á Twitter voru svipuð, menn höfðu enga trú á því að orðrómurinn væri sannur en eftir því sem leið á kvöldið breyttist hljóðið örlítið, kannski var eitthvað sannleikskorn í þessu. Vísbendingarnar hafa nefnilega birst okkur smám saman síðustu tímabil en við höfum auðvitað ekki tekið eftir þeim, eða kannski bara hunsað þær, enda tilhugsunin um Manchester United án Sir Alex Ferguson eitthvað sem maður hefur bægt frá sér þó að reynsla og skynsemi segi manni að ekkert endist að eilífu, sama hversu gott það er.