Louis van Gaal hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Manchester United. Samningur Van Gaal er til þriggja ára. Eftir fund Van Gaal og Ryan Giggs í Hollandi virtist ljóst að Ryan Giggs en ekki Patrick Kluivert yrði aðstoðarmaður Van Gaal og það er nú staðfest.
Þeim til aðstoðar verða Frans Hoek og Marcel Bout. Hoek er markmannsþjálfari Hollendinga nú og hefur áður séð um þjálfun markmanna á borð við Edwin van der Sar og Victor Valdez. Marcel Bout verður aðstoðarþjálfari með áherslu á kortlagningu andstæðinganna og var m.a. með Van Gaal hjá Bayern og hélt þar áfram þó Van Gaal hætti og var fram á síðasta ár.