Manchester United er úr leik Ungmennadeild UEFA eftir tap gegn Borussia Dortmund eftir vítaspyrnukeppni í 16 liða úrslitum í gærkvöldi. Rauðu djöflarnir höfðu hins vegar ánægju af því að fylgjast með leiknum til að sjá margar af helstu ungstjörnum United.
Yngri liðin
Unglingastarfið. Hvað er að gerast þar?
Flest ykkar vita að akademía Manchester United er ein sú besta í heimi og því gráupplagt að skoða aðeins hvað er í gangi í unglingastarfinu. Enda er fátt skemmtilegra en þegar ný stjarna úr unglingaliðinu brýst inn í liðið og enn skemmtilegra að geta sagt öllum á barnum eða heima í stofu að þú vissir allan tímann að þessi nýja stjarna væri á leiðinni. Dyggir lesendur okkar hafa eflaust tekið eftir því að það er komið ansi langt síðan að við fjölluðum síðast um yngri liðin en það verður breyting á því í vetur. Hugmyndin er að koma með reglulegar greinar um nýjustu úrslit yngri liðanna ásamt því að kynna sérstaklega til leiks tvo til þrjá leikmenn í hverri grein því ef það er eitt sem unglingalið hafa þá er það að nóg er til af leikmönnum sem hafa framtíðina fyrir sér og er alltaf gaman að skoða stjörnur framtíðarinnar. Þar sem að það er nú landsleikjahlé er þetta fyrri af tveimur greinum sem ég mun koma með í þessu hléi og býst við að næsta fókusi meira á leikmenn sem eru á láni frá félaginu. En núna er yfirferð á byrjun tímabilsins hjá bæði u-23 og u-18 liðunum ásamt leikmannakynningu á tveimur leikmönnum sem ég tel vera hvað næst því að fá sénsinn með aðalliðinu.
Hvað er að frétta af yngri liðunum – 1:2017/2018
Nú þegar tímabilið er farið af stað hjá U23 ára liði félagsins er um að gera að skoða hvernig sumarið hefur gengið hjá bæði U23 og U18, hvaða leikmenn eru á láni hjá öðrum félögum og hverju má búast við í vetur. Hugmyndin er að vera með mánaðarlega uppfærslu í lok hvers mánaðar þar sem farið er yfir það helsta sem hefur gerst.
Eitt af því fyrsta sem United gerði í vetur var að ráða Ricky Sbragia aftur til liðsins en hann þjálfaði varaliðið, eins og það hét þá, á árunum 2002-2005. Síðan hefur hann þjálfað hjá Bolton Wanderers, Sunderland AFC og hjá skoska knattspyrnusambandinu. Nicky Butt verður áfram með yfirumsjón yfir yngri flokka starfi félagsins en hann er mjög sáttur með að fá Sbragia aftur til liðsins. Hann talaði sérstaklega um að Sbragia væri einstaklega fær í að þróa hæfileikaríka einstaklinga sem og hann væri auðvitað öllum hnútum kunnugur hjá Manchester United.
Hvað er í gangi í yngri liðum félagsins? 2016:4
STÓRU FRÉTTIRNAR hvað varðar yngri lið Manchester United eru þær að maðurinn sem breytir öllu í gull, Warren Joyce, er farinn til Wigan í Championship deildinni. Verður það stórt skarð að fylla en hefur hann unnið U23 ára deildina núna þrisvar á síðustu fjórum árum.
Hann er ekki stærsta nafnið í bransanum en hann er einn af þessum þjálfurum sem fer undir radarinn, gífurlega góður í sínu starfi sem milliliður fyrir unglingalið og aðallið. Þó svo að unglingalið United hafi kannski ekki verið að fjöldaframleiða leikmenn í aðalliðið undanfarin ár þá er félagið samt það félag á Englandi sem býr til flesta atvinnumenn í efstu eða næstu efstu deild. Daily Mail fjallaði meðal annars um málið á dögunum.
Hvað er í gangi í yngri liðum félagsins? 2016:3
Við höldum áfram yfirferð okkar á yngri liðum félagsins og þeim leikmönnum sem eru á láni.
Ef við byrjum á þeim leikmönnum sem eru á láni þá hefur september mánuður ekkert verið neitt sérstaklega frábær.
- James Wilson byrjaði mánuðinn í byrjunarliðinu hjá Derby County en 0 mörk í 3 leikjum hafa komið honum á bekkinn, þó hann hafi ekki fengið að klára einn leik af þeim þremur sem hann byrjaði. Síðan þá hefur hann setið sem fastar á bekknum.
- Adnan Januzaj var að byrja alla leiki en Sunderland eru þrátt fyrir það með allt niðrum sig. Þrátt fyrir að vera eini ljósi punkturinn fyrir utan markvörð Sunderland í 1-0 tapi gegn Tottenham tókst Januzaj að láta reka sig af velli. Ofan á það tókst honum að meiðast á ökkla í átakanlegu tapi Sunderland gegn Crystal Palace á dögunum.
- Cameron Borthwick-Jackson hefur eflaust átt besta mánuðinn en Wolves geta ekki unnið leik án hans. Með hann í vinstri bakverðinum unnu þeir til að mynda Newcastle en töpuðu svo án hans 4-0 gegn Barnsley.
- Andreas Pereira hefur byrjað alla leikina hjá Granada í spænsku deildinni en því miður hefur Granada ekki enn unnið leik. Pereira er aðallega að spila á vinstri vængnum en tók þá einn leik á miðri miðjunni hjá þeim. Hér má svo sjá highlights úr leiknum hjá Pereira gegn Eibar.
- Guillerme Varela meiddist í september og verður frá í 3-4 mánuði og munum við því lítið heyra af honum það sem af er ári.
U23 ára liðið
Liðið hefur átt mjög misjöfnu gengi að fagna í mánuðnum. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City. Matty Willock kom United yfir.
Eftir það unnu þeir Derby Derby 3-2 með tveimur mörkum frá Scott McTominay og Josh Harrop.