Tökum smá skurk í fréttum og slúðri varðandi United.
Í gær staðfesti Arsene Wenger að United væri eitt af þeim liðum sem hefði boðið í Thomas Vermaelen, í gærkvöldi komu svo fregnir af því að Barcelona hefði tryggt sér kaupin á honum vegna þess að Wenger vildi ekki selja til liðs í sömu deild. Gott fyrir Arsenal að Wenger virðist vera búinn að læra sína lexíu. Í dag kom þó staðfesting á því að Arsenal hefði viljað fá leikmann í skiptum frá United fyrir Vermaelen. Engin staðfest nöfn en menn telja að Wenger hafi annaðhvort viljað fá Smalling eða Jones. Auðvitað gat United ekki samþykkt það enda allur tilgangurinn með kaupunum á Vermaelen að auka breiddina í vörn United.