Markalaust jafntefli í tíðindalausum leik.
Bekkur: Henderson, Bailly, Alex Telles, Mata, Matic, van de Beek, Martial (Greenwood 74′).
Magnús Þór skrifaði þann | 9 ummæli
Markalaust jafntefli í tíðindalausum leik.
Bekkur: Henderson, Bailly, Alex Telles, Mata, Matic, van de Beek, Martial (Greenwood 74′).
Magnús Þór skrifaði þann | 2 ummæli
Maggi, Daníel og Þorsteinn settust niður og fóru mjög ítarlega yfir leikina gegn West Ham og RB Leipzig. Paul Pogba og ummæli Mino Raiola voru tekin fyrir, veltum því fyrir okkur hvort við hefðum lært eitthvað af þessum leik sem við vissum ekki áður. Einnig ræddum við Ole Gunnar Solskjær og þjálfarateymið og hvort breytingar þar væri ekki þörf.
https://open.spotify.com/episode/2ElZNDQjaECYIrCpC4MXGo?si=PBEobt_1Say5eKAR7XsisA
Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í Spotify
Gerast áskrifandi í Apple Podcasts
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 86. þáttur
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Magnús Þór skrifaði þann | 17 ummæli
Byrjunalið kvöldsins kom frekar mikið á óvart. United þurfti einungis stig frá þessum leik og ákvað Solskjær að stilla upp mjög „varnarsinnuðu“ liði með þrjá miðverði og og tvo djúpa miðjumenn fyrir framan. Sóknarlega kom ekki annað til greina en að velja Rashford og Greenwood vegna meiðsla Cavani og Martial. Pogba og Van de Beek voru báðir settir á bekkinn og greinilegt var að Bruno Fernandes átti að sjá um að skapa í þessum leik. Miðað við taktíkina var líklegast að pælingin væri að finna Greenwood og Rashford í skyndisóknum. Umboðsmaður Pogba fór enn og aftur að tjá sig um málefni Frakkans og ekki útilokað að það hafi orsakað bekkjarsetuna í þessum leik. Dýrt spaug ef reynist rétt.
Leipzig liðið byrjaði þennan leik gífurlega vel og spiluðu fast og sóttu af miklum krafti. Þýska liðið gjörsamlega yfirspilaði þetta neikvæða United í byrjun leiks og náðu fljótt 2:0 forystu og litu þeir Wan-Bissaka og Alex Telles rosalega illa út og fyrirliðinn Maguire átti einn sinn versta leik á ferlinum. Sóknarlega var ekkert að frétta í fyrri hálfleiknum og liðið virtist hreinlega í áfalli eftir kröftuga byrjun heimaliðsins. Leipzig bætti við þriðja markinu í fyrri hálfleik en það var svo réttilega dæmt af sökum rangstæðu. United fór í hálfleikinn tveimur mörkum undir og í rauninni ekki liðinu að þakka að staðan var ekki verri.
Solskjær gerði eina breytingu í hálfleik en Van de Beek kom inn fyrir Alex Telles. Hollendinguinn kom vel inn í leikinn en spilamennskan lagaðist heilmikið með innkomu hans. Lítið gekk svo að sækja en United þurfti bara að skora tvö mörk til að komast áfram en liðið hefur verið mikið að koma tilbaka eftir að lenda undir í síðustu leikjum á útivöllum. Solskjær gerði svo aftur breytingu á liðinu en Pogba og Williams komu inná fyrir Matic og Shaw. Enn var ekki mikið að gerast á vallarhelmingi Leipzig en markvörður þeirra varði allt sem kom nálægt að markinu. Þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka sofnaði Maguire og United vörnin aftur á verðinum og náði Kluivert að koma þýska liðinu í 3:0 og nú var ekkert VAR til að hjálpa þeim eins og í fyrri hálfleik. United náðu þó að gefa stuðingsfólki sínu smá vonarglætu með því að skora tvö mörk á tveggja mínútna kafla. Bruno eftir vítaspyrnu og svo með marki frá Pogba. Þrátt fyrir einlægan vilja náðu gestirnir því miður ekki lengra og þáttöku tímabilsins í Meistaradeild Evrópu lokið og Evrópudeild næst á dagskrá.
Magnús Þór skrifaði þann | 5 ummæli
Eftir þrjá frábæra sigra og tvö svekkjandi töp er komið að lokaumferð H-riðils. Staðan er sú að Manchester United, PSG og RB Leipzig eru öll með 9 stig. Botnlið Baseksehir er með 3 stig og hefur að engu að tapa í París þegar það heimsækir PSG. Sömu söguna er ekki að segja um heimamenn í Leipzig og gestina frá Manchester. Liðið sem sigrar leikinn er öruggt í 16 liða úrslit en tapliðið fer beint í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Reyndar eru sú staða uppi að jafntefli dugi báðum liðum en til að það gangi upp þarf PSG að tapa sínum leik. Staðreyndin er sú að Manchester United er í þeirri hættulegu stöðu að þurfa bara jafntefli til að tryggja sig áfram í keppninni.
RB Leipzig er að glíma við smá meiðslakrísu þessa dagana en þeir Konrad Haimer, Lukas Klostermann og Benjamin Heinrichs eru meiddir og Hwang Hee-Chan er með Covid-19. Hinn eftirsótti miðvörður liðsins Dayot Upamacano er í leikbanni eftir að hafa hlotið 2 gul spjöld í keppninni.
Manchester United verður án þeirra Anthony Martial og Edinson Cavani en þeir eru að glíma við smávægileg meiðsli að sögn Ole Gunnar Solskjær. Luke Shaw og David de Gea eru spurningarmerki. Þessi leikur verður ákveðinn prófsteinn fyrir Dean Henderson sem markvörð Manchester United ef hann verður fyrir valinu.
Líklegt byrjunarlið:
Björn Friðgeir skrifaði þann | 15 ummæli
Það er alveg óhætt að segja að lið United sé bara með tvær stillingar þessa dagana. ON og OFF. Við fengum að sjá þær báðar í dag, svo sannarlega.
Solskjær gerði nokkrar breytingar, De Gea, Rashford og Bruno Fernandes voru allir hvíldir vegna mis smávægilegra meiðsla og Paul Pogba kom í byrjunarlið í fyrsta skipti í nokkra leiki.
Varamenn: Grant, Tuanzebe, Williams, Bruno Fernandes (46′), Mata (62′), Matić, Rashford (46′)
Lið West Ham var eins og við var búist
Það voru West Ham menn sem byrjuðu mun betur og voru ágengir, settu boltann í netið á 9. mínútu en það var eftir rangstöðu, engin hætta þar.
Annars var þetta mjög tíðindalítið, United náði loksins smá tökum á spilinu og fór að halda boltanum betur á miðjunni en það var komið fram yfir hálftíma af leik þegar eitthvað gerðist sem var þess virði að skrá, og það var West Ham að verki. Bowen óð upp hægra megin, lék Telles sundur og saman og sendi frábæra fyrirgjöf, Pablo Fornals var á fjær stöng með fínan skalla, í hliðarnetið. Þar hefði auðveldlega getað farið ver.
Fornals var aftur á ferðinni skömmu síðar, fékk boltann í miðjum teignum og ýtti boltanum einfaldlega og lymskulega gegnum klofið á Wan-Bissaka, Henderson var óviðbúinn og boltinn small í stönginni. Mjög hættulegt aftur.
Það var því fullkomlega sanngjarnt að West Ham tók forystuna, fengu horn sem fkom inn á markteigshorn nær, Rice framlengdi með skalla, Pogba og Telles stóðu og horfðu á en Soucek ekki, hann kom á ferðinni og stýrði boltanum í netið. Hrikaleg varnarvinna.
Rétt á eftir komst Haller innfyrir, lék á Henderson og þurfti bara að skjóta framhjá tveimur varnarmönnum en steig á boltann. Hann var líklega aðeins rangstæður en enn ein slök frammistaðan í vörninni.
Það var síðan ekki fyrr en á 44. mínúútu að almennilegt skot kom á mark West Ham, Martial úr teignum, en ekki of erfitt fyrir Fabianski.
Hinu megin var það svo vörn United sem enn einu sinni opnaðist, Wan-Bissaka mistókst alveg að komast fyrir sendingu inn fyrir, en gerði svo það sem hann gerir vel, náði Bowen og tæklaði boltann í burtu.
Þessi fyrri hálfleikur er allt það sem United gerir verst, léleg vörn og laust við alla sköpun. Staðan hefði auðveldlega getað verið 3-0. Þessir 2.000 áhorfendur sem fengu að vera á London Stadium í fyrsta skipti síðan heimsfaraldurinn breytti öllu voru hæstánægðir.
Það sem vantaði var auðvitað Bruno Fernandes og hann og Rashford komu inn á í hálfleik til að reyna að bjarga leiknum. Segir allt um fyrri hálfleikinn enda skiptir le nær aldrei í hálfleik. Donny van de Beek og Edinson Cavani fóru útaf.
West Ham átti að komast í 2-0 á 52. mínútu, sókn upp vinstra megin, skipti yfir og Haller var dauðafrír í teignum, gaf lágan þvert, fram hjá öllum varnarmönnum og Henderson og Bowen jafn dauðafrír þurfti bara að setja boltann í opið markið en tókst einhvern veginn að skjóta í hliðarnetið.
Loksins kom svo eitthvað til að skrifa um frá United, ágæt syrpa upp kantinn hjá Rashford, fyrirgjöf og skot McTominay rétt framhjá.
United héldu áfram að vera slakir og Martial meiddist og þurfti að fara útaf, Juan Mata kom inná.
En fótbolti er skrýtin skrúfa og United jöfnuðu upp úr engu. West Ham var í sókn, boltinn fór út að hliðarlínu og Dean Henderson þurfti að fara og hreinsa og þvílík hreinsun, beint upp á Bruno á móts við vítateig West Ham. Fernandes lék þvert, renndi boltanum á Pogba sem smellti frábæru innanfótarskoti af 20 metra færi í neitið úti við stöng! 1-1 gegn gangi leiksins
Þremur mínútum síðar komst United yfir! Telles kom upp og gaf á Greenwood inn í teig. Greenwood var með bakið í mark, tók snertingu, sneri og hamraði boltanum í netið. Frábær fyrsta snerting, frábært skot.
Fimm mínútum fyrr var talað um að United gæti hæglega verið fjórum mörkum undir en í staðinn var liðið enn á ný búið að vinna sig í forystu á útivelli.
Rashford hefði getað komið United í 3-1 en skaut í stöng kominn inn fyrir. Sendingin var auðvitað frá Bruno. Rétt á eftir lenti Rashford í samstuði, datt eftir að hafa verið tæklaður og fór með ennið í fót Ogbonna. Hann gat þó haldið áfram og svona líka, hann skoraði þriðja markið á 78. mínútu.
Juan Mata er kannske hægur en hann átti STÓRKOSTLEGA sendingu upp á Rashford sem stakk West Ham vörnina af og lyfti boltanum snyrtilega yfir Fabianski.
Hreint ótrúlegur leikkafli og það eftir hræðilegan fyrri hálfleik.
West Ham sótti í sig veðrið og á 84. mínútu sýndi Henderson hvað hann getur. Cresswell skaut úr aukaspyrnu og boltinn var á leiðinni inn úti við stöng, en Henderson fleygði sér endilöngum og náði að koma gómunum í boltann og ýta honum framhjá.
Leikurinn var í raun búinn, West Ham reyndi eitthvað en þetta var öruggt og enn einn útisigurinn eftir að hafa lent undir. Liðið komið í fjórða sæti með jafn marga leiki og liðin í kring, tveimur stigum frá toppsæti.
Ótrúlegur leikur og það er ljóst að Bruno Fernandes er langbesti leikmaður United, ekki bara núna heldur síðustu árin. Það er hann sem lætur spilið tikka, drífur menn áfram og vinnur leiki. Þó að Gary Neville hafi valið Marcus Rashford mann leiksins.
Til að staðfesta það getum við einfaldlega horft á töfluna til hliðar og haft það í huga að á þessum tíma hefur hávær minnihluti stuðningsmanna viljað reka stjórann, sumarglugginn var mjög slakur og helmingur leikmanna virðist ekki í meistaraklassa.
En samt, en samt. Staðan er eins og hún er, og við getum unað vel við niðurstöðuna í dag.
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!