Frábær endurkoma hjá United á suðurströndinni í dag. Eftir brösóttan fyrrihálfleik en frábærann seinni hálfleik.
Óvænt byrjunarlið leit dagsins ljós klukkutíma fyrir leik. Martial varð veikur um nóttina og var því ekki í leikmannahóp United. Ómögulegt er að segja hvort leikuppstillingin hefði verið önnur ef hann hefði verið með. Ole stillti upp í hin umdeilda tígull þar sem Donny van de Beek byrjaði sinn fyrsta leik í deild. Greenwood kom aftur inn í liðið eftir fína innkomu í Meistaradeildinni í vikunni.
Bekkur: Henderson, Williams, Tuanzebe, Fosu-Mensah, James, Mata, Cavani
Southampton hélt sér við sama lið og gerði jafntefli við Wolves í síðustu umferð.
Byrjunarlið Southampton:
Fyrri hálfleikur
Miðað við upphaf leiksins var greinilegt að skilaboðin inn í leikinn væri að pressa hátt á lið Southampton. Suður strandar mennirnir voru greinilega ekki viðbúnir þessu því pressan gekk ágætlega sirka fyrstu 10 mínúturnar. Fyrsta færi leiksins kom á 6. mínútu þar sem Telles reyndi stungu sendingu á Greenwood sem gekk á einhvern hátt upp eftir mistök milli McCarthy og Vestergaard. Greenwood kom sér fram hjá McCarthy í markinu og bjóst maður þar með fyrsta marki leiksins, en knötturinn hafnaði í hliðar netinu. Bruno átt gott skot eftir korters leik sem fór af varnarmanni og í horn sem ekkert kom upp úr.
Það var svo á 23. mínútu þar þar sem Southampton fékk horn eftir aukaspyrnu utan af velli frá Ward-Prowse. Fyrirliðinn rölti út að hornfána og tók spyrnuna á nærstöng United þar sem miðvörðurinn Bednarek stakk sér milli Telles og Rashford og skallaði boltann inn. Þriðji leikurinn í röð gegn Southampton sem United fær mark á sig eftir horn. Við þetta mark virtust leikmenn Southampton tvíeflast og rúmlega það. Walker-Peters átti skot í Telles og þaðan fór hann í fjær stöng okkar manna. Eftir hálftíma leik bjuggu Southampton til annað dauðafæri fyrir Greenwood. McCarthy nelgdi þá boltanum beint á Greenwood sem óð að marki og þrumaði beint á McCarthy. Bruno reyndi að fylgja á eftir en McCarthy varði meistaralega frá honum af stuttu færi.
Eins og ég kom inn á í upphitun fyrir leikinn þá ætti United að forðast það í lengstu lög að gefa aukaspyrnur í skotfæri frá marki í leiknum. Það hefur eitthvað farið framhjá Fred sem krækti aftan í Djenepo vinstra meginn við vítateigsbogann og aukaspyrna dæmd. Ward-Prowse steig þá fram og krullaði knettinum yfir vegginn, alveg út við stöng og inn í markið. 2-0 eftir rúman hálftímaleik. De Gea hafði hönd á boltanum en spyrnan ansi góð. Eftir þetta róaðist leikurinn fram að leikhléi en okkar menn virtust vera heillum horfnir á meðann Southampton lék á als oddi.
Seinni hálfleikur
De Gea skall með hné sitt í mark stöngina við tilraunina við að verja aukaspyrnu mark Ward-Prowse og fór meiddur af velli í hálfleik. Inn á kom Dean Henderson. Einnig kom Cavani inn í framlínuna í stað Greenwood. Með inn komu Cavani breytti Ole leikuppstillinguni í 4-2-3-1 með Donny, Bruno og Rashford fyrir aftan Cavani.
Henderson byrjaði á að grípa tvö kraftlítil skot frá Walcott í upphafi síðari hálfleiks. Á 52. Mínútu komst Rashford einn í gegn eftir stungu sendingu frá Bruno, en McCarthy varði annað gott marktækifæri frá okkar mönnum. Cavani fékk svo færi eftir daraðadans eftir fyrirgjöf frá Bruno.
Eftir klukkutíma leik komust okkar menn upp hægri kantinn þar sem Cavani fékk knöttinn og sendi fyrir á Bruno fyrir miðju marki, sem tók á móti knettinum og rendi honum í markið. Sjöunda mark hans í deildinni. Cavani fékk svo erfitt skalla færi skömmu síðar sem fór framhjá.
Það var svo á 73. mínútu þar sem okkar menn jöfnuðu. Telles tók horn sem McCarthy kýldi frá, beint á Fred sem kom knettinum á Bruno. Hann skaut að marki þar sem boltinn fór af varnarmanni Southampton og í kjölfarið henti Cavani sér fram og skallaði í nettið.
Nú stefndi allt í en eina endurkomuna á útivelli hjá okkar mönnum. Það tókst hins vegar ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma. Bruno tók þá aukaspyrnu langt utan af velli og renndi honum út á vinstri kantinn þar sem Rashford tók við boltanum og sendi fyrir. MATADOR! Hver annar en Cavani skallaði þá fyrirgjöf í netið og vann leikinn.
Maður leiksins, Cavani. Stoðsending og tvö mörk. Er hann orðinn fyrsta val í framlínuna?
Næsti leikur er 2. des gegn gömlu félögum Cavani í PSG kl.20:00. Tryggjum okkur þar vonandi í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.