Það er óhætt að segja að byrjunarliðið hafi ekki verið að allra skapi
Liðið er komið
Varamenn: Henderson, Alex Telles, Bailly, Matic (90.), Pogba (70.), Van de Beek (76.), Ighalo
Lið Newcastle:
Það voru síðan ekki tvær mínútur liðnar þegar hrakspár virtust ætla allar að rætast. Newcastle sótti hratt upp vinstra megin, gefið á Shelvey á miðjnni sem lék þvert og gaf út á Krafth á auðum sjó á hægri kanti, hann gaf fyrir, Luke Shaw setti fótinn í boltann og stýrði honum örugglega í netið við stöngina, 1-0 fyrir Newcastle eftir 104 sekúndur.
Skelfileg byrjun!
United hristi þetta af sér og náði fljótlega tökum á leiknum, enda var Newcastle fljótt að draga sig til baka og verjast djúpt. Það gekk lítið að koma boltanum á Rashford þó inni í teig væri, alltaf maður á honum og erfitt fyrir United að spila menn lausa.
United kom boltanum í netið á 19. mínútu, það var auðvitað Bruno Fernandes sem skoraði en frábært samspil hans við Juan Mata kom eftir rangstöðu Mata þannig það VAR flautað af. Rétt á eftir komst Mata í gott færi utarlega í teig, sem Darlow varði í horn, og það var enginn annar er Harry Maguire sem skallaði í netið úr horninu!
Leikurinn jafnaðist fljótlega eftir markið og Saint-Maximin átti flott skot fyrir Newcastle, De Gea varði með góðri skutlu, fór með arminn í stöngina og teygði eitthvað á öxlinni en jafnaði sig eftir það.
En United tók síðan öll völd og sótti það sem eftir lifði hálfleiksins, en komst þó ekki í ákjósanleg færi, vörn Newcastle tókst að verjast vel. Spilið samt ágætt hjá United, en vantaði aðeins upp á að opna vörnina.
Unitedmenn komu grimmir úr klefanum og sóttu stanslaust fyrstu mínúturna en það var Newcastle sem sótti upp á 50. mínútu sem endaði á skoti Wilson af markteig, en einhvern veginn náði De Gea að skófla boltanum af marklínunni. Frábær varsla hjá honum. Vörnin var samt frekar opin þarna, fyrirgjöf Saint-Maximin fann Wilson óvaldaðan fyrir opnu marki.
Rétt á eftir kom United í sókn, Rashford fékk boltann, var aðeins of lengi að koma boltanum á samherja lék inn í teig og missti boltann en Jamal Lewis fór í hann og Pawson dómari leit á skjáinn eftir yfirferð VAR og dæmid mjög harkalega víti. Fernandes fór á punktinn og Darlow varði gríðarvel. Réttlæti fullnægt þar segja einhver.
En United hristi þetta af sér og hélt áfram stöðugri pressu. Þegar Newcastle sótti smá kom United á móti með skyndisókn sem endaði á stungu Mata á Rashford. Darlow kom út og varði vel en þeir lentu í samstuði og Darlow virtist eitthvað hnjaskaður.
Vörn United var veiki hlekkurinn í þessum leik og það var ljótt að sjá Jonjo Shelvey rétt utan teigs með engan fyrir framan sig og opið skot á mark, De Gea varði það þó vel.
Fyrsta skiptingin kom svo þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, Pogba fyrir Fred. United sótti áfram en náði ekki að koma Darlow í vandræði en hann var enn eftir sig eftir samstuðið við Rashford. Van de Beek kom inn fyrir Dan James sem hafði átt alveg þokkalegan leik, þó vantaði uppá hann kæmi mönnm í færi, eða jafnvel sjálfum sér.
Þetta hélt áfram, United hélt boltanum, spilið milli manna utan teigs prýðilegt en þegar kom að því að koma mönnum i færi og opna fyrir á hættusvæðum var ekkert að gerast.
En á 86. mínútu kom það loksins. Newcastle hafði aðeins gert sig líklegt en United fékk boltann, hann gekk frá Van de Beek á Rashford, aftur á Van de Beek, síðan Mata sem gaf langan bolta á Rashford vinstra megin sem lék upp í teig og stakk síðan út á Bruno Fernandes sem skoraði mjög snyrtilega af markteigshorninu.
Og á 90. mínútu kláraði United þeetta og af öllum mönnum var það Aaron Wan-Bissaka sem kom skeiðandi upp völlinn, gaf á Rashford, fékk stunguna til baka inn á teiginn og kláraði frábærlega.
Áður en uppbótartíma var lokið hafði Bruno Fernandes tíma til að eiga gott langskot í varnarmann og í horn og á allra síðustu sekúndum kom 50 metra sending frá Fernandes fram á Rashford sem átti bara eftir að spila inn í teiginn og klára fallega framhjá Darlow.
Sanngjarn sigur United í höfn. Vörnin var ekki sannfærandi, og sóknin bitlaust lengi vel en United átti leikinn og vörn Newcastle var ekki nógu sannfærandi þegar á leið. Boltinn fimm sinnum í netinu og víti í súginn segir eitthvað. Það munaði líka alveg um Pogba og Van de Beeki.
Framundan er útileikur gegn Paris Saint-Germain á þriðjudaginn og það verður eitthvað breytt byrjunarlið sem kemur þá inn á völlinn.