United var með þokkalega sterkt lið í kvöld, þó að Marcus Rashford væri á bekknum enda ekki alveg heill
Varamenn: Lee Grant, Diogo Dalot, Phil Jones, Andreas Pereira, Jesse Lingard, Tahith Chong og Marcus Rashford.
Lið Úlfana:
United setti í þriðja gír strax í byrjun og var búið að komast vel inn í teig nokkrum sinn en það voru Úlfarnir sem settu boltann í netið á 10. mínútu. Fred átti skelfilega sendingu sem small í Matic og fór inn á Jiminez, Maguire fór í boltann og þaðan barst hann á Pedro Neto sem lagði hann fyrir sig og setti boltann snyrtilega í netið. Til allrar hamingju fyrir United, og Fred, fór boltinn í hendi Jiminez áður en hann fór á Neto og VAR dæmdi markið af.
United var síður en svo sannfærandi þó að fyrri helming hálfleiksins væri liðið 67% með boltann, og það var loksins á 28. mí´nutu að það kom almennilegt skot á mark. Þá var það Mata úr teignum, Ruddy hélt ekki boltanum en vörnin var viðbúin og ekkert meira varð úr þessu. Wolves áttu síðan prýðilegt færi eftir horn en skallinn fór í stöngina.
United reyndi að hrista aðeins upp í sókninn með að setja Greenwood fremst, Martial út á vinstri og skipta James yfir til hægri og það var sá síðastnefndi sem fékk þokkalegt færi, fín sending Fred innfyrir á hann og skotið ekki svo slæmt en Ruddy varði. Fred átti aðra skemmtilega sendingu inn á teiginn nokkru síðar sem ekkert varð úr en hann var þó að reyna og var einn af betri mönnum liðsins, ef litið er framhjá þessari hræðilegu sendingu hans sem næstum gaf mark.
Fyrri hálfleikur var markalaus og með smá heppni hefði United getað skorað en Ruddy var í fínu formi og það hefði líklega verið frekar ósanngjarnt. Stemmingin bæði inni á vellinum og utan hans frekar dræm, nóg af lausum sætum í stúkunum.
Seinni hálfleikur byrjaði á að United hélt boltanum nær látlaust en gerði lítið með hann fyrr en að Daniel James stakk sér inn í teiginn og endaði á skoti rétt framhjá fjær.
United var síður en svo sannfærandi og Ole gerði tvöfalda skiptingu, setti Andreas Pereira og Marcus Rashford inná fyrir Greenwood og James. Greenwood hafði varla sést en James hafði sannarlega verið með frískari leikmönnum.
En loksins náði United að brjóta ísinn og það í skyndisókn, Martial fékk boltann og stakk honum fram á Mata sem var kominn inn fyrir rétt inni á vallarhelmingi Wolves, óð upp allan völlinn og skoraði með nettu skoti. Mjög snyrtilegt.
Þegar kortér var eftir lenti Rashford í samstuði og leit ekki vel út um tíma en hann hélt áfram. Hann þoldi þó ekki við lengi, haltraði útaf og hélt um bakið og Jesse Lingard kom inná.
Wolves sóttu nær stanslaust og trekk í trekk var United liðið í nauðvörn. Það var aldrei virkileg hætta við markið þó að það virkaði oft eins og það þyrfti ekki nema herslumuninn hjá Wolves en síðasta færið fékk Andreas Pereira, gott skot í teignum sem Ruddy varði.
En United hélt út og loksins vannst sigur á Wolves. United komið í fimmtu umferð og leikur á móti Tranmere eða Watford.