Manchester United ferðaðist til Lundúna og heimsótti Brentford. Síðasti leikur United var 4:3 sigurinn gegn Liverpool í FA bikarnum og Brentford hafa átt ansi brösugt tímabil og hafa verið að tapa helling af stigum. Liðin enduðu á að taka sitthvort stigið úr leiknum en United hafa sjaldnar verið hægari og lélegri en í kvöld. Heimamenn voru á hálfu skrefi á undan allan leikinn og litu út á köflum út fyrir að vera 1-2 leikmönnum fleiri. Brentford átti 31 marktilraun í kvöld og hefðu með meiri gæðum unnið þægilegan sigur. Framlína United var langt frá sínu besta og miðjuparið Mainoo og McTominay var lítil fyrirstaða en Brentford áttu mjög auðvelt að spila í gegnum þá félaga. Einnig var hápressa United frekar döpur og virtist unnin af hálfum hug. En og aftur fá andstæðingar eins margar snertingar og þeir vilja inní markteig United en tölfræðin sú var Brentford ríflega í hag. Ten Hag ákvað að víxla Wan-Bissaka og Dalot í kvöld og var enski bakvörðurinn vinstra megin í dag en skilaði ekki miklu sóknarlega. Einhverra hluta vegna spilaði United þannig að Rashford og Garnacho tvíteymdu vinstri kantinn en það skilaði engu.
Það jákvæða við þennan leik er að Mason Mount skorar ágætt mark, Martínez og Maguire eru komnir aftur en sá síðarnefndi leit ekki vel út í sinni innkomu. Það er síðan týpískt United að missa báða miðverðina sem byrjuðu leikinn útaf vegna meiðsla.
Eftir sigra Aston Villa og Tottenham í dag og þetta jafntefli í kvöld verður að segjast að Meistaradeildarsæti hlýtur að teljast óraunhæft en næstu leikir í deildinni eru gegn Chelsea og Liverpool.